Lundur látinn víkja

Friðsæl náttúran í Víðidalshlíð víkur fyrir grjóti og malbiki. Íbúar …
Friðsæl náttúran í Víðidalshlíð víkur fyrir grjóti og malbiki. Íbúar vilja stíginn í jaðri trjánna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Enginn er á móti hjólastíg á svæðinu og þetta verður eflaust vandaður stígur en við viljum hann ekki á þessum stað vegna þess að hann rífur hjartað úr skógarlundinum,“ segir Guðmundur Sigurðsson, íbúi í Vesturási, við Morgunblaðið.

Vísar hann til framkvæmda við göngu- og hjólastíg í Víðidalshlíð skammt ofan og vestan við íþróttasvæði Fáks í Selásnum í Reykjavík. Eru íbúar í nágrenninu sagðir óánægðir með hvar stígurinn liggur.

Borgin segir framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í íbúakosningu. Guðmundur segist þó ekki kannast við það. „Kosningin fór framhjá mér og nágrönnum mínum og við höfum ekki séð neinar teikningar,“ en búið er nú að grafa fyrir stígnum með tilheyrandi raski á jarðvegi á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka