Munu fylgja reglum um nafnbirtingu í dómum

Hérðasdómur Reykjavíkur.
Hérðasdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fons Juris hf., sem rekið hefur rafrænt dómasafn frá árinu 2011, mun fylgja reglum Dómstólasýslunnar um nafnbirtingar í dómum. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Fons Juris.

„Reglurnar eiga ekki beint við okkur en við munum fylgja þeim alfarið,“ segir Sævar. Dómstólasýslan tók nýverið upp nýjar reglur fyrir öll dómstig um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstólanna. Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á öllum dómstigum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað.

„Við höfum fengið þónokkuð af beiðnum frá fólki um að nafnhreinsa og við höfum alltaf gert það jafnóðum og þær beiðnir hafa komið fram,“ segir Sævar í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert