Ríkislögreglustjóri sameinist lögregluembættum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til greina kem­ur að sam­eina embætti rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­embætti höfuðborg­ar­svæðis­ins og Suður­nesja. Þetta seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra í sam­tali við mbl.is. 

Breyt­ing­ar á skipu­lagi lög­gæslu­mála eru nú í vinnslu inn­an dóms­málaráðuneyt­is­ins en Áslaug seg­ir eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar enn. Meðal annarra til­lagna sem eru í vinnslu er stofn­un sér­stakr­ar landa­mæra­deild­ar lög­regl­unn­ar sem tæki við lög­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli og öðrum völl­um lands­ins, en lög­regl­an á Suður­nesj­um sér nú um lög­gæslu á vell­in­um.

„Við höf­um séð það að Kefla­vík­ur­flug­völl­ur dreg­ur tölu­vert úr al­mennri lög­gæslu á Suður­nesj­um, sér­stak­lega vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar ferðamanna,“ seg­ir Áslaug. Með breyt­ing­unni megi styrkja al­menna lög­gæslu á Suður­nesj­um en einnig auka sér­hæf­ingu inn­an landa­mæra­deild­ar.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri. mbl.is/​Hari

 Aðspurð seg­ir Áslaug að til­lög­urn­ar legg­ist vel í lög­reglu­menn sjálfa, en þeir hafa verið hafðir með í ráðum auk annarra hags­muna­hópa. „Hér á ekki að leggja niður störf í al­mennri lög­gæslu held­ur að sam­ræma verklag og nýta bet­ur fjár­magn svo það megi efla al­menna lög­gæslu,“ seg­ir Áslaug.

Til­lög­ur henn­ar eru mis­langt á veg komn­ar, en Áslaug seg­ir að fyrstu skref gætu verið tek­in strax á þessu ári. Aðrar til­lög­ur þurfi hugs­an­lega að móta frek­ar í sér­stök­um nefnd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert