Spá fjölgun starfa eftir skamma dýfu

Gangi ný þjóðhagsspá Hagstofunnar eftir gætu orðið til 1.500 til …
Gangi ný þjóðhagsspá Hagstofunnar eftir gætu orðið til 1.500 til 2.000 ný störf í hagkerfinu á næsta ári. Þetta er mat Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, sem vísar til reynslu fyrri ára. mbl.is/Eggert

Gangi ný þjóðhagsspá Hagstofunnar eftir gætu orðið til 1.500 til 2.000 ný störf í hagkerfinu á næsta ári. Þetta er mat Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, sem vísar til reynslu fyrri ára. Árið 2020 yrði því níunda árið í röð sem störfum fjölgar á Íslandi.

Þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast enda þarf fleiri störf til að mæta fjölgun á vinnumarkaði. Þá gæti áframhaldandi aðflutningur fólks haft áhrif á atvinnustigið.

Sögulegur fjöldi nýrra starfa

Miðað við háspá gætu orðið til 34.500 störf á árunum 2012-2020. Það eru um 50% fleiri störf en á þensluárunum 2005 til 2008. Samkvæmt þjóðhagsspánni verður 1,7% hagvöxtur á næsta ári, 2,7% vöxtur kaupmáttar og verðbólgan við 2,5% markmið Seðlabankans.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir útlit fyrir frekari fækkun starfa í vetur. Á þessum stað í hagsveiflunni sé mikilvægt að lækka vexti og álögur svo fyrirtækin nái viðspyrnu. Það sé mat samtakanna að framvinda efnahagsmála muni mikið til ráðast af hagstjórnaraðgerðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert