Alger sprenging í kókaíni og amfetamíni í ár

Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á rétt tæp 240 kíló af fíkniefnum það sem af er ári. Það er umtalsvert meira en allt árið í fyrra þegar lagt var hald á ríflega 172 kíló af fíkniefnum.

Í tölum sem embætti ríkislögreglustjóra tók saman fyrir Morgunblaðið kemur fram að mun meira hefur verið tekið af amfetamíni og kókaíni en í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur verið lagt hald á ríflega 35 kíló af kókaíni samanborið við tæp 19 kíló allt síðasta ár. 54 kíló af amfetamíni hafa verið tekin í ár en í fyrra voru tekin tæp fimm kíló. Þá hefur verið lagt hald á um 8,5 lítra af amfetamínvökva sem hefði dugað til að framleiða tugi kílóa af amfetamíni.

Talsvert minna hefur verið tekið af kannabisplöntum í ár en í fyrra og sama gildir um marijúana. Meira magn af hassi hefur verið tekið í ár sem og kannabisstönglum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert