Þrjú af 56 hafa fengið vottun

Hafnarfjörður er eitt sveitarfélaganna þriggja með vottun.
Hafnarfjörður er eitt sveitarfélaganna þriggja með vottun. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins þrjú þeirra 56 sveitarfélaga landsins sem eiga að hafa fengið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs hafa fengið staðfesta vottun. Þau eru Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Fljótsdalshérað.

Jafnréttisáætlanir eru forsenda þess að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geti fengið jafnlaunavottun. Sveitarfélögum ber lögum samkvæmt að leggja fram jafnréttisáætlanir til samþykktar í sveitarstjórnum ekki síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar, en nú eru fimm mánuðir liðnir frá því að sá frestur rann út. Í bréfi Jafnréttisstofu um stöðu þessara mála sem lagt var fram á seinsta stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að 18. október sl. höfðu 26% sveitarfélaga skilað fullgildum jafnréttisáætlunum.

112 fyrirtæki og stofnanir hafa fengið jafnlaunavottun og þeirra á meðal eru öll ráðuneytin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert