„Ég segi bara loksins“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fagnar því hvað umhverfismál og loftslagsmál …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fagnar því hvað umhverfismál og loftslagsmál fá mikla athygli í alþjóðlegum stjórnmálum enda löngu tímabært. Magnus Fröderberg/Norden.org

„Ég segi bara loks­ins eru lofts­lags­mál­in og um­hverf­is­mál­in orðin að meg­in­stefnu­máli ekki bara í ís­lenskri póli­tík held­ur nor­rænni og eru einnig að verða það, að mínu mati, í alþjóðlegri póli­tík,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra. Hann tók þátt í þingi Norður­landaráðs í Stokk­hólmi í vik­unni en um­hverf­is- og lofts­lags­mál voru meg­inþema Norður­landaráðsþings­ins í ár. 

„Þetta er gríðarlega mik­il­vægt því hluti af stærstu áskor­un­um 21. ald­ar­inn­ar felst í því hvernig okk­ur tekst til þegar kem­ur að þess­um mál­um. Við get­um þar horft á lofts­lagið og þær breyt­ing­ar sem þar eru að verða. Þá ham­fara­hlýn­un sem er að eiga sér stað og líka all­ar þær breyt­ing­ar sem eru að verða á líf­rík­inu. Þar erum við að sjá þróun sem okk­ur verður að tak­ast að snúa við,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi er blaðamaður ræddi við hann í Stokk­hólmi í vik­unni. 

AFP

Á ár­inu 2018 birti milli­ríkja­nefnd Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) skýrslu um áhrif 1,5°C hlýn­un­ar, „Special Report Global Warm­ing of 1.5ºC“.

Niður­stöður skýrsl­unn­ar eru meðal ann­ars eft­ir­far­andi:

  • Jörðin verður fyr­ir óaft­ur­kræf­um skaða ef hnatt­ræn hlýn­un fer yfir 1,5°C.
  • Sam­kvæmt lög­mál­um efna­fræðinn­ar og eðlis­fræðinn­ar er enn hægt að halda meðal­hita í heim­in­um und­ir 1,5°C og tak­marka hlýn­un við 1,5°C. 
  • Það mun kalla á skjót­ari, áhrifa­meiri og víðtæk­ari aðgerðir og mun hraðari um­skipti en við höf­um séð fram til þessa.

Skýrsl­an birt­ir nokkr­ar sviðsmynd­ir um minnk­un kol­díoxíðs. All­ar sviðsmynd­irn­ar eiga það sam­eig­in­legt að grípa þarf til rót­tækra aðgerða til að draga úr los­un kol­díoxíðs í heim­in­um svo og magni þess kol­díoxíðs sem nú er í and­rúms­loft­inu.

Í skýrsl­unni kem­ur meðal ann­ars fram að árið 2030 verður hnatt­ræn los­un kol­díoxíðs af manna völd­um að hafa minnkað um 45% miðað við los­un árs­ins 2010.

Á ár­inu 2050 á los­un­in að vera hlut­laus, það er að jafn mikið kol­díoxíð er fjar­lægt úr and­rúms­loft­inu og það magn sem losað er.

Næsta skref er nei­kvæð los­un, þ.e.a.s. þegar meira kol­díoxíð er fjar­lægt en það sem losað er. Sam­kvæmt The Global Car­bon Budget frá ár­inu 2018 er auk­inn hag­vöxt­ur í heim­in­um or­sök þeirr­ar ógn­vekj­andi aukn­ing­ar sem orðið hef­ur á los­un kol­díoxíðs. Á ár­inu 2018 varð mesta aukn­ing á los­un í heim­in­um um ár­araðir sem bend­ir til þess að þró­un­in stefni í þver­öfuga átt miðað við lofts­lags­mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans.

Atkvæðagreiðsla á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.
At­kvæðagreiðsla á þingi Norður­landaráðs í Stokk­hólmi. Magn­us Fröder­berg/​nor­d­en.org

„Eitt af ljós­un­um í myrkr­inu er að sum­ar af þeim lausn­um sem við höf­um tak­ast á við  lofts­lags­mál­in, eyðingu búsvæða og eyðingu á nátt­úru­leg­um vist­kerf­um sem við erum að horfa upp á. Þannig að það eru til lausn­ir sem fela í sér sam­legð og sam­legðaráhrif,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Að hans sögn er þar horft til nátt­úrumiðaðra lausna sem er atriði sem Ísland hef­ur lagt áherslu á lengi. „Til að mynda með land­græðslu. Á sama tíma og þú end­ur­heimt­ir nátt­úru­leg vist­kerfi sem voru horf­in ertu að binda kol­efni. Ert að auka líf­fræðilega fjöl­breytni og jafn­vel að koma í veg fyr­ir eyðingu á búsvæðum á landi. Það er verið að fást við mörg mark­mið í um­hverf­is­mál­um á sama tíma,“ seg­ir Guðmund­ir Ingi. Hann seg­ir tæki­fær­in gríðarlega stór á þessu sviði og alþjóðasam­fé­lagið sé að koma auga á það. 

Um­hverf­is­ráðherra seg­ir mik­il­vægt að fá at­vinnu­lífið með í þetta verk­efni og mik­ill áhugi sé hjá at­vinnu­líf­inu að taka þátt. Að koma inn í það verk­efni að verða kol­efn­is­hlut­laust, en það er mark­mið stjórn­valda að svo verði í síðasta lagi árið 2040.

Jafn­framt hef­ur Ari Trausti Guðmunds­son lagt fram frum­vörp á Alþingi um að veita skatta­afslátt til fyr­ir­tækja sem grípa til aðgerða á þessu sviði. „Maður finn­ur það á þess­um nor­ræna vett­vangi að við um­hverf­is­ráðherr­arn­ir erum mjög sam­stíga. Hvort sem það eru lofts­lags- eða líf­rík­is­mál­in sem og sam­spil þeirra,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Hringrás í stað línu

Hann seg­ir að nor­rænu um­hverf­is­ráðherr­arn­ir hafi meðal ann­ars rætt um hið svo­kallaða hringrás­ar­hag­kerfi á fund­um sín­um í Stokk­hólmi og þar hafi það verið rætt út frá sviði lofts­lags­mála. Hvernig það er að reka virðiskeðjuna í hring í stað þess að hún sé línu­leg. Þar sem virki­lega er pælt í því hvernig fram­leiðslan er áður en hrá­efnið er sett inn í hana. Hvað með hönn­un­ina? Tek­ur hún til­lit til þess að það verði lít­ill úr­gang­ur sem mynd­ist við fram­leiðsluna? Að það séu notuð efni sem eru um­hverf­i­s­væn? Að nýta auðlind­ir með skyn­sam­legri hætti,“ seg­ir um­hverf­is­ráðherra.

„Síðan þegar kem­ur að þætti neyt­enda og að lok­um úr­gang­in­um,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. Að hægt sé að nýta úr­gang­inn aft­ur og aft­ur. „Við ákváðum að ráðast í út­tekt á því hvað hringrás­ar­hag­kerfið þýðir í raun efna­hags­lega fyr­ir Norður­lönd­in. Rann­sókn­ir ann­ars staðar hafa verið að sýna að þessu fylgja oft ný störf og auk­in fram­leiðni. Þannig að það eru ný tæki­færi fólg­in í hringrás­ar­hag­kerf­inu,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. 

Nor­ræn­ir um­hverf­is- og lofts­lags­ráðherr­ar und­ir­rituðu á þing­inu yf­ir­lýs­ingu um sjálf­bærni í haf­mál­um á Norður­lönd­um og nauðsyn þess að draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á hafið.

Við þurf­um líka að auka þekk­ingu okk­ar á þess­um breyt­ing­um með auk­inni vökt­un á haf­inu og áhrif­um henn­ar á líf­ríki sjáv­ar. Á það hef­ur Ísland lagt áherslu alþjóðlega auk þess að stór­auka vökt­un á súrn­un sjáv­ar við strend­ur Íslands í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir Guðmund­ur Ingi og seg­ir að nor­rænu ráðherr­arn­ir séu þarna að sam­mæl­ast um að það þurfi að gera bet­ur á þessu sviði. „Þetta eru allt atriði sem verður mjög spenn­andi að fara í nán­ara sam­starf um á Norður­lönd­un­um.“

AFP

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda í sam­göng­um eykst sam­fara vax­andi ferðaþörf og spurn eft­ir vör­um um all­an heim. Ef svo fer fram sem horf­ir mun los­un í vöru­flutn­ing­um til dæm­is hafa auk­ist um 160% á ár­inu 2050. Á sama tíma munu æ fleiri jarðarbú­ar sækj­ast eft­ir betra aðgengi að mennt­un, at­vinnu og heilsu. Þetta ásamt stækk­andi borg­um sem kalla á sveigj­an­legri sam­göngu­lausn­ir mun tvö­falda bíla­eign ein­stak­linga á næstu 30 árum.

Á næstu 15 árum mun los­un kol­díoxíðs í flug­sam­göng­um aukast um meira en 50% þrátt fyr­ir að flug­vél­ar noti mun minna eldsneyti en áður. Lægri flug­far­gjöld, hag­vöxt­ur í þró­un­ar­lönd­um og ferðatími munu gera það að verk­um að flug­sam­göng­ur aukast um 3—6% ár­lega fram til árs­ins 2030, í Asíu allt að 10%.

AFP

Í sam­göngu­geir­an­um felst ein tækni­á­skor­un í því að gera raf­bíla og önn­ur öku­tæki með lít­illi los­un að hag­stæðari kosti fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur. En græn um­skipti duga ekki ein og sér, er niðurstaða ITF (In­ternati­onal Tran­sport For­um). Ef ein­hver von á að vera til þess að stöðva þró­un­ina krefst það aðgerða á ýms­um víg­stöðvum sam­tím­is. Breiða þarf út al­menn­ings­sam­göng­ur og bjóða upp á sveigj­an­leg­an val­kost við bíla á sama tíma og dreifðar borg­ir auka vega­lengd­ir. Stöðva ber óþarfa sam­göng­ur og með efna­hags­leg­um hvöt­um, eins og skött­um, verðlags­ákvæðum og betri innviðum mun fólk læra að velja lausn­ir í dag­legu lífi sem fela í sér kol­díoxíðsparnað, að því er fram kom í umræðu um lofts­lags­mál á þingi Norður­landaráðs.

Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki …
Fremst er Ok, sem var jök­ull en er það ekki leng­ur. Í bak­sýn er horft til Þóris­jök­uls, sem gæti einnig horfið líkt og fleiri ís­lensk­ir jökl­ar ef lofts­lag held­ur áfram að hlýna eins og spáð er. mbl.is/​RAX

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son seg­ir afar ánægju­legt hvað all­ir eru sam­stíga á þessu sviði á Norður­landaráðsþing­inu og eng­in rödd sem segi að það eigi að doka við. Sam­göngu­mál­in voru rædd á fund­um for­sæt­is­ráðherr­anna sem og um­hverf­is­ráðherra, að hans sögn.

Í þeim geira geta nor­rænu rík­in hjálp­ast meira að en nú er gert. „Það er margt já­kvætt að ger­ast á því sviði,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi og bend­ir á hversu framar­lega lönd eins og Nor­eg­ur og Ísland standa þegar kem­ur að um­hverf­i­s­væn­um bíla­flota. 

„Það eru áskor­an­ir þegar kem­ur að fiski­skipa­flot­an­um og flug­inu. Þetta eru stór­ar áskor­an­ir þar sem tækn­in er ekki kom­in eins langt. Þannig að þar eru einnig tæki­færi til þess að vinna meira sam­an og meðal ann­ars kanna með íblönd­un á lí­feldsneyti. Að fara blandaða leið á meðan við erum ekki kom­in með full­komn­ari leið. Eins vetnið. Ég held að nor­ræn sam­vinna fari að líta meiri á þessi atriði,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra á þingi Norður­landaráðs í Stokk­hólmi. Nor­d­en.org/​Magn­us Fröder­berg

Hafið, sjálf­bær ferðamennska og ungt fólk

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fundaði ásamt sjö öðrum for­sæt­is­ráðherr­um með níu full­trú­um nor­rænna ung­menna­hreyf­inga í Stokk­hólmi í gær þar sem umræðuefnið var sjálf­bærni og lofts­lags­mál.

Umræðufund­ur­inn var skipu­lagður að frum­kvæði ís­lensku for­mennsk­unn­ar í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni. 

„Við vor­um með þrjá þætti í okk­ar for­mennsku­áætlun, hafið, sjálf­bæra ferðamennsku og ungt fólk. Þetta var hug­mynd sem við keyrðum á. Að fá unga fólkið til okk­ar á fund og ég held að þau hafi verið mjög ánægð með að taka þátt í þessu með okk­ur. Við feng­um ut­anaðkom­andi stjórn­anda til þess að stjórna fundi ráðherr­anna og full­trúa unga fólks­ins og það tryggði eðli­legt sam­tal. Við feng­um öll erfiðar spurn­ing­ar frá þessu unga fólki. Feng­um tæki­færi til að tjá okk­ur og hlusta. Ég vona að þetta verði ekki bara í þetta skiptið held­ur verði það fast­ur þátt­ur að fá ungt fólk á fund for­sæt­is­ráðherra Norður­land­anna,“ seg­ir Katrín.

Katrín seg­ir að þau hafi verið mjög meðvituð um þær áskor­an­ir sem við stönd­um frammi fyr­ir, sam­fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um þátt­um og ekki síst hvað varðar norður­skautið. „Þau vilja bein­ar aðgerðir varðandi fé­lags­lega þætti og sér­stak­lega varðandi norður­skautið sem er mörg­um of­ar­lega í huga og þar erum við í for­mennsku núna.“

Að sögn Katrín­ar er hún mjög ánægð með að sjá í lok for­mennsku­árs Íslands í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni hversu hratt og vel var unnið á ár­inu. Ekki aðeins hafi verið unnið með áætl­un­ina sem kynnt var á Norður­landaráðsþing­inu í fyrra held­ur náðist fram framtíðar­sýn til árs­ins 2030 með um­hverf­is­mál­in í mikl­um for­gangi.

„Stóra sýn­in er að Norður­lönd­in verði sjálf­bær­asta og samþætt­asta svæði heims árið 2030.  Á báðum fund­un­um okk­ar á þessu ári var mjög mikið rætt um lofts­lags­mál og hvaða áskor­an­ir þessi vá skap­ar fyr­ir okk­ar sam­fé­lags­gerð þar sem er mjög mikið sam­fé­lags­legt traust,“ seg­ir Katrín. „Vel­ferðarríki þar sem okk­ur er um­hugað um rétt­indi launa­fólks svo dæmi séu tek­in,“ seg­ir hún.

Katrín seg­ir að meðal ann­ars hafi ráðherr­arn­ir velt upp þeim áskor­un­um sem lofts­lags­vá­in er fyr­ir ríki sem þessi. Hvernig get­um við tryggt að okk­ar lýðræðis­legu leik­regl­ur séu nýtt­ar? Við erum að sjá að yf­ir­völd eru að ráðast í alls kon­ar aðgerðir og mæta jafn­vel mik­illi and­stöðu, seg­ir Katrín og að það verði að vera fé­lags­leg hug­sjón á bak við þær aðgerðir sem gripið er til og að sjálf­sögðu efna­hags­leg.

Ekki einka­mál um­hverf­is­ráðherra

„Þetta er ekki einka­mál um­hverf­is­ráðherra,“ seg­ir Katrín og að henn­ar sögn voru all­ir flokka­hóp­ar á Norður­landaráðsþing­inu sam­mála þegar kom að lofts­lags­mál­um og mik­il­vægi þeirra þrátt fyr­ir að, líkt og eðli­legt er, kring­um­stæður séu ólík­ar í nor­rænu lönd­un­um. Þrátt fyr­ir ólíka hags­muni eru stefnu­mál­in svipuð, til að mynda eru öll lönd­in að stefna að kol­efn­is­hlut­leysi. „Við erum öll meðvituð um þessa fé­lags­legu vídd og sömu­leiðis að það þurfa all­ir að vera með. Að vera þátt­tak­end­ur,“ seg­ir Katrín.

Hún seg­ir að heild­ar­sýn hafi verið of­ar­lega í huga ráðherra í umræðunni um lofts­lags­mál og hún hafi verið rædd tölu­vert á fundi for­sæt­is­ráðherr­anna í Stokk­hólmi. „Þegar við erum að tala um lofts­lag þá erum við líka að tala um líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika og aðra þætti í kring­um okk­ur. Ég talaði sér­stak­lega um súrn­un sjáv­ar sem hef­ur hrika­leg áhrif á líf­kerfið og græn­lenski ráðherr­ann talaði um plast­meng­un í haf­inu,“ seg­ir Katrín.

Fund­ur­inn var þriðji sam­ræðufund­ur­inn með ung­menn­um sem skipu­lagður er af hálfu for­mennsku Íslands í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni, en jafn­framt sá fyrsti þar sem full­trú­ar ung­menna fá tæki­færi til þess að eiga sam­tal við nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­ana og tjá sig um með hvaða hætti hægt sé að ná mark­miðum nýrr­ar framtíðar­sýn­ar nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar og hver for­gangs­röðun lofts­lagsaðgerða ætti að vera. Niður­stöður fund­ar­ins verða nýtt­ar í vinnu nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar sem snýr að fram­kvæmd aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar fyr­ir Our Visi­on 2030.

Greta Thunberg afþakkaði verðlaun Norðurlandaráðs.
Greta Thun­berg afþakkaði verðlaun Norður­landaráðs. AFP

Kom Katrínu ekki á óvart

Sænski aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg hlaut um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs í ár en afþakkaði verðlaun­in. Spurð út í ákvörðun Gretu um að taka ekki við verðlaun­un­um seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra að það hafi ekki komið henni á óvart.

„Greta er aðgerðasinni sem hef­ur verið að setja mál á dag­skrá með mjög af­ger­andi hætti og ég held að við ætt­um að fagna því hvað hún hef­ur gert fyr­ir þessa umræðu í heim­in­um en ég var ekk­ert hissa að hún skyldi afþakka verðlaun­in því þau standa fyr­ir ákveðið kerfi sem hún hef­ur talað mjög ákveðið gegn. Mér fannst hún vera sam­kvæm sjálfri sér; hún hef­ur staðsett sig sem harðan gagn­rýn­anda kerf­is­ins,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert