Öryggi í stað smáglæpa

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti tillögu flokkahóps hægri manna um …
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti tillögu flokkahóps hægri manna um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir smáglæpi. Johannes Jansson/Norden.org

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, flutti á Norður­landaþingi til­lögu flokka­hóps hægrimanna um að Norður­landaráð beini þeim til­mæl­um til rík­is­stjórna Norður­landa að nor­rænu lönd­in skoði hvaða lær­dóm megi draga af New York-líkan­inu og hvernig nýta megi hann í nor­rænu lönd­un­um.

Sam­kvæmt til­lög­unni er hætta á að það grafi und­an trú á rétt­ar­kerfið og rík­is­valdið tak­ist lög­regl­unni ekki að skapa ör­yggi og upp­lýsa glæpi. 

„Al­mennt hef­ur trú á rétt­ar­kerfið verið mik­il á meðal nor­rænna borg­ara. Þó sýna skýrsl­ur frá sænska glæpa­for­varn­aráðinu fram á aukn­ar áhyggj­ur af glæp­um og þverr­andi til­trú á rétt­ar­kerfið, nokkuð sem er sér­stak­lega áber­andi á fé­lags­lega viðkvæm­um svæðum. 

Til að snúa þess­ari þróun við tel­ur flokka­hóp­ur hægrimanna í Norður­landaráði að nor­rænu lönd­in ættu að reyna að draga lær­dóm af ár­ang­urs­ríkri bar­áttu New York-borg­ar gegn glæp­um og af New York-líkan­inu,“ seg­ir í til­lögu hægri manna.

Vil­hjálm­ur seg­ir að til­lag­an gangi út á það að Norður­lönd­in taki út þetta lík­an og læri á því hvaða ár­ang­ur hafi náðst með því að gera New York-borg að ör­ugg­um stað og í raun eina af ör­ugg­ustu stór­borg­um heims. Við bend­um líka á að þetta er ekki bara í lög­gæslu­til­gangi held­ur líka eins og verk­efnið með Bry­ant Park sem er al­menn­ings­garður. Svæði þar sem fólk safn­ast sam­an og var komið með slæmt orð á sig, meðal ann­ars var garður­inn kallaður „sprautug­arður­inn“,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Árið 1980 var stofnað til verk­efn­is (The Bry­ant Park Corporati­on (BPC)) sem var ætlað að end­ur­reisa hinn sögu­fræga al­menn­ings­garð sem mjög hafði látið á sjá á átt­unda ára­tugn­um.

BPC stóð fyr­ir því að fegra og hreinsa garðinn og gera hann ör­ugg­an. Bry­ant Park fór frá því að vera nefnd­ur sprautug­arður í að vera einn vin­sæl­asti al­menn­ings­garður New York-borg­ar.

Vil­hjálm­ur seg­ir að for­svars­menn BPC hafi beitt sömu aðferðum og lög­regl­an, það er þetta snýst ekki bara um að taka á smáglæp­um af lög­reglu held­ur líka að þeir sem ann­ast garða, lest­ar­kerfi og fleira beiti sér fyr­ir því að um­hverfið verði snyrti­legt. „Því þá lít­ur þetta út fyr­ir að vera ör­uggt um­hverfi. Til að mynda veggjakrot var hreinsað strax og eins ef eitt­hvað var skemmt þá var gert við það um leið,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Upp­lýs­ing­ar um By­ant Park

Bryant Park í New York.
Bry­ant Park í New York. Jean-Christophe Benoist/​Wikipedia

Frá 1990 hef­ur glæpatíðni lækkað al­mennt um 81,8 pró­sent, rán­um hef­ur fækkað um 87,1 pró­sent og mann­dráp­um um 87 pró­sent. 

„Fyrr­ver­andi yf­ir­manni jarðlesta­deild­ar lög­regl­unn­ar, Bratt­on, er eignaður stór þátt­ur í þess­um ár­angri en hann tók upp þá stefnu að brot á borð við að greiða ekki far­gjald eða krota á veggi væru ekki liðin. Þeir sem ekki greiddu far­gjald voru dæmd­ir til sekt­ar­greiðslu.

Ef leitað var á þeim sem ekki greiddu far­gjald kom í ljós að fimmti hver þeirra var annaðhvort eft­ir­lýst­ur eða með fíkni­efni á sér og tí­undi hver þeirra var vopnaður. Þess­ar aðgerðir höfðu í för með sér að vopn­um fækkaði í New York.

Útkrotaðir jarðlest­ar­vagn­ar voru tekn­ir úr um­ferð þar til þeir höfðu verið hreinsaðir og ör­ygg­is­til­finn­ing not­enda jókst. Aðferðin sem notuð var, The Broken Windows Theory, er byggð á því að sé rúða brot­in án þess að vera löguð líði ekki á löngu uns önn­ur verði brot­in. Við tek­ur nei­kvæð keðju­verk­un með hækkaðri glæpatíðni, lækk­un fast­eigna­verðs og dvín­andi ör­yggi.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Spurður út í kostnaðinn við að fara í aðgerðir sem þess­ar seg­ir Vil­hjálm­ur að til að byrja með geti kostnaður auk­ist en það sé aðeins í upp­hafi. „Sum­ir spyrja hvort það kosti ekki mik­inn pen­ing að skipta sér af öll­um smáglæp­um og að taka heila lest úr um­ferð vegna veggjakrots eða skemmda. Þessu er til að svara að það lít­ur út fyr­ir að vera mik­ill kostnaður í byrj­un en það er bara miklu meiri kostnaður við að vera með alla þessa smáglæpi. Til þess að sýna að þeim væri al­vara hækkuðu þeir sekt­ina gríðarlega,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. 

„Til að mynda ef börn stunduðu veggj­ar­krot og voru staðin að verki þurftu for­eldr­ar þeirra að greiða háar fjár­hæðir til þess að leysa málið. Þá jókst þessi ábyrgð sem fólk hafði á sjálfu sér og öðrum og fór að bera meiri virðingu fyr­ir hlut­un­um en áður. Kannski smáglæp­ur en kostaði mikið að hafa framið hann. Viðhorf til smáglæpa breytt­ist í kjöl­farið hjá borg­ar­bú­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við blaðamann mbl.is eft­ir að hann flutti til­lög­una á þingi Norður­landaráðs í Stokk­hólmi á fimmtu­dag. 

„Ásamt þeirri stefnu að líða ekki brot koma fleiri mik­il­væg­ir þætt­ir til. Fræðimenn sem rann­sakað hafa þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur í New York benda á þátt mill­i­stjórn­enda hjá lög­regl­unni.

Síðar varð Bratt­on lög­reglu­stjóri í NYPD þar sem hann inn­leiddi Comp­Stat sem er töl­fræðikerfi sem enn er í notk­un þar sem fjöldi glæpa er tek­inn sam­an viku­lega. Comp­Stat er einnig notað til að hafa eft­ir­lit með lög­reglu­starf­sem­inni. Nýj­ar töl­ur eru birt­ar á heimasíðu lög­regl­unn­ar viku­lega. Einnig eru haldn­ir viku­leg­ir fund­ir á aðallög­reglu­stöðinni í New York þar sem yf­ir­maður hvers um­dæm­is fer yfir áætl­un sína með yf­ir­stjórn lög­regl­unn­ar. Einnig fylgja yf­ir­menn um­dæm­anna fyrri fund­um eft­ir. Þessi skýra ábyrgð hef­ur skapað ár­ang­urs­miðaða menn­ingu inn­an stofn­un­ar­inn­ar.

Bryant Park í New York.
Bry­ant Park í New York. Sonja Pieper/​Wikipedia

Mik­il­væg­ur þátt­ur í þessu er að Comp­Stat held­ur ekki utan um upp­lýsta glæpi held­ur til­kynnta glæpi. Áhersla er lögð á að koma í veg fyr­ir glæpi og lækka glæpatíðnina. Comp­Stat hef­ur nýst við að greina glæpa­mynst­ur og for­gangsraða í starfi lög­regl­unn­ar víðar en í New York. Í þeim borg­um sem aðferðin hef­ur verið notuð hef­ur glæpatíðni lækkað um 5 til 15 pró­sent. Þrátt fyr­ir að mik­ill mun­ur sé á milli nor­rænu land­anna inn­byrðis, sem og á milli þeirra og New York, má draga mik­il­væg­an lær­dóm af New York-líkan­inu,“ seg­ir í til­lögu flokka­hóps hægri manna á Norður­lönd­um.

AFP

Vil­hjálm­ur seg­ir að ekki hafi verið gerður grein­ar­mun­ur á þeim sem voru stöðvaðir fyr­ir að reyna að svindla sér í jarðlesta­kerf­inu og því ekki um mis­mun­un að ræða. Vitað sé að ef ekki er tekið á smáglæp­um fylgi stærri glæp­ir í kjöl­farið og um­hverfið verður óör­uggt þar sem viður­kennt sé að stunda glæpi. „All­ir sem greiddu ekki miðann sinn voru stöðvaðir og þá kom í ljós að fimmti hver þeirra var fíkni­efna­neyt­andi og tí­undi hver þeirra var vopnaður. Þetta voru aðgerðir sem beind­ust að öll­um, ekki ákveðnum hóp­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Til­lag­an var eins og áður sagði flutt á síðasta degi Norður­landaráðsþingi og að sögn Vil­hjálms verður til­lag­an nú send til allra rík­is­stjórna á Norður­lönd­um. Í kjöl­farið munu þing­menn í hópn­um kynna til­lög­una í sínu landi og áfram verður rætt um til­lög­una á öll­um fund­um Norður­landaráðs næsta árið.

William Bratton, fyrrverandi lögreglustjóri í New York.
William Bratt­on, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri í New York. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Upp­lýs­ing­ar um William Bratt­on á Wikipedia

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert