Of snemmt að falla frá skattaívilnunum

Tengiltvinnbílar verða sífellt vinsælli.
Tengiltvinnbílar verða sífellt vinsælli. mbl.is/​Hari

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB), seg­ir of snemmt að af­nema virðis­auka­skatt­sí­viln­an­ir á ten­gilt­vinn­bíla eins og fyr­ir­hugað er í drög­um fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að frum­varpi til laga.

Ten­gilt­vinn­bíl­arn­ir séu kjörið fyrsta skref í átt að vist­vænni bíla­flota, en íviln­un­in mun sam­kvæmt þessu falla niður 1. janú­ar 2021.

„Það tek­ur sinn tíma að ná sam­bæri­legu drægi á raf­bíla og ten­gilt­vinn­bíla og á meðan verða hinir kjörnu full­trú­ar auðvitað að vera svo­lítið á tán­um vegna þess að þetta er líka hluti af ein­hverj­um mark­miðum stjórn­valda um að draga úr los­un á kolt­ví­sýr­ingi,“ seg­ir Run­ólf­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert