Þúsunda tonna bjarg hrundi í sjó fram á Skaga

Á myndinni sést að kletturinn er horfinn og liggur sem …
Á myndinni sést að kletturinn er horfinn og liggur sem jarðvegsbingur, allt að 20 metra hár, í fjörunni. Ljósmynd/Elvar Már Jóhansson

Mikil fylla hrundi úr Ketubjörgum á norðanverðum Skaga nú um helgina svo þúsundir tonna af jarðvegi fóru í sjóinn. „Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá þetta,“ sagði Ingólfur Sveinsson frá Lágmúla á Skaga við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Ketubjörg eru um 40 kílómetra fyrir norðan Sauðárkrók. Síðustu misseri hefur verið að losna um fyllu í bjarginu þar sem heitir Innri-Bjargavík. Það var 2015 eftir að klakastífla myndaðist á þessum slóðum sem lækjarvatn fór að smjúga niður í gljúpt móbergið svo um það losnaði.

Klettur, um 65 metra hár, gróf sig frá berginu og varð frístandandi. Þar á milli var geil sem breikkaði og var orðin nokkuð á þriðja metra breið uns yfir lauk. Undir berginu er nú allt að 20 metra hár bingur af grjóti og mold.

Kom fram á skjálftamælum

Kletturinn sem rofnaði frá berginu í Innri-Bjargavík.
Kletturinn sem rofnaði frá berginu í Innri-Bjargavík. mbl.is/Sigurður Bogi


„Ég fer frá Sauðárkróki reglulega út á Skaga til að fylgjast með framvindunni við Ketubjörg,“ segir Ingólfur. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær fyllan mikla hrundi. Kletturinn var á sínum stað síðdegis á föstudag en eftir það eru engir til frásagnar. Vísbendingu gefur þó að um hádegi á laugardag kom fram órói á jarðskjálftamælum á Hrauni á Skaga sem eru um níu kílómetra frá Ketubjörgum. „Þetta er allt mjög ótrúlegt að sjá,“ sagði Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, sem var á staðnum í gærdag.

Lögregla hefur fylgst grannt með framvindu á Skaga með tilliti til slysahættu. Ingólfur Sveinsson telur hana enn fyrir hendi því áfram séu sprungur í Ketubjörgum.

Kletturinn að rifna út úr Ketubjörgum á Skaga.
Kletturinn að rifna út úr Ketubjörgum á Skaga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Ingólfur Sveinsson með mælitæki á lofti við Ketubjörg.
Ingólfur Sveinsson með mælitæki á lofti við Ketubjörg. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert