Tímabært skref en upphæðir mættu vera hærri

Hjólreiðamenn á ferð í Fossvogi um miðjan síðasta mánuð. Árni …
Hjólreiðamenn á ferð í Fossvogi um miðjan síðasta mánuð. Árni segir að Landssamtökum hjólreiðamanna lítist vel á það sem sett er fram í frumvarpsdrögunum, en upphæðirnar mætti hækka. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við hefðum kannski kosið að þess­ar upp­hæðir væru pínu­lítið hærri,“ seg­ir Árni Davíðsson formaður Lands­sam­taka hjól­reiðamanna, um drög að frum­varpi um íviln­an­ir vegna vist­vænna öku­tækja.

Í drög­un­um er lagt til að reiðhjól og raf­hjól verði und­anþegin virðis­auka­skatti, upp að 100.000 krón­um fyr­ir venju­leg hjól og upp að 400.000 kr. fyr­ir þau raf­magns­drifnu. Það þýðir að íviln­an­irn­ar myndu nema 24 þúsund krón­um fyr­ir reiðhjól og 96 þúsund krón­um fyr­ir raf­hjól, að há­marki.

Árni seg­ir að hann sjálf­ur telji að væn­legt væri að hækka upp­hæðirn­ar í hvor­um flokki um hundrað þúsund krón­ur, þannig að venju­leg reiðhjól yrðu und­anþegin virðis­auka­skatti upp að 200.000 krón­um og raf­magns­hjól mættu kosta 500.000 kr. út úr búð, áður en virðis­auka­skatt­ur yrði greidd­ur af vör­unni.

Hann seg­ir að venju­leg reiðhjól, sem fólk ætli að nýta sem sam­göngu­tæki flesta daga árs­ins með því sliti sem fylg­ir, megi fá frá 80.000 og upp í 200.000 krón­ur. Á því verðbili „get­ur maður fengið ýms­ar gerðir af hjól­um sem eru mjög góð og fram­bæri­leg,“ seg­ir Árni.

Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
Árni Davíðsson, formaður Lands­sam­taka hjól­reiðamanna mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Borg­ar­hjól svo­kölluð, með öll­um þeim auka­búnaði sem fylg­ir, ljósa­búnaði, brett­um og böggla­bera, kosta varla minna en frá 120.000 og upp í 200.000 kr., að sögn Árna.

„Ef maður ætl­ar að hjóla ein­hverja kíló­metra til og frá vinnu, flesta daga árs­ins, þá kemst maður kannski ekki af með minna. Kost­ur­inn við þau hjól er að þau end­ast mun bet­ur, viðhaldið er minna, tala nú ekki um það ef menn eru með diska­brems­ur, en það fylg­ir því alltaf slit ef maður hjól­ar að staðaldri og sér­stak­lega yfir vet­ur­inn, það eyk­ur slitið al­veg tvö­falt, þre­falt, miðað við sum­arið,“ seg­ir Árni.

Þarf að huga að nytja­hjól­un­um

Stjórn Lands­sam­taka hjól­reiðamanna mun fara nán­ar yfir málið á næstu dög­um og skila inn um­sögn um drög­in, en þar ætla þau sér­stak­lega að fjalla um svo­kölluð hlaðhjól eða nytja­hjól og at­huga hvort hægt sé að setja þau þarna inn sem sér­stak­an flokk. Nytja­hjól eru reiðhjól eða raf­magns­hjól sem eru með plássi fyr­ir farm eða farþega.

„Þau eru tals­vert dýr­ari og hefðu ein­hvern veg­inn þurft að koma inn í þetta sem sér­stak­ur flokk­ur, ef það væri hægt,“ en Árni seg­ir að vönduð nytja­hjól séu að kosta frá 600.000 kr. og upp í 1,5 millj­ón­ir króna, séu þau raf­drif­in.

Svokölluð nytjahjól eða hlaðhjól, eins og það sem sést hér …
Svo­kölluð nytja­hjól eða hlaðhjól, eins og það sem sést hér mynd­inni, falla illa inn í frum­varps­drög­in eins og þau líta út í dag. Þau eru mun dýr­ari en venju­leg reiðhjól eða raf­hjól, en þó mik­il­væg að sögn Árna. Ljós­mynd/​Wiki­media Comm­ons/​Daniele Zanni

„En það er spurn­ing hvernig er hægt að koma þeim inn í þetta, það er eig­in­lega ekki hlaupið að því. Það er ekki til neinn sér­stak­ur toll­flokk­ur fyr­ir þessi hjól,“ seg­ir Árni. Hann seg­ir slík hjól mik­il­væg, þau nýt­ist fólki til þess að flytja börn­in sín í leik­skóla og til þess að kaupa inn til heim­il­is­ins. Þá hafa slík hjól einnig verið tek­in í notk­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um í sér­stöku verk­efni sem heit­ir Hjólað óháð aldri.

Tíma­bært skref að niður­greiða reiðhjól

Árni seg­ir að Lands­sam­tök­um hjól­reiðamanna lít­ist auðvitað vel á það sem sett er fram í frum­varps­drög­un­um, að jafn­ræði verði aukið á milli niður­greiðslna á mis­mun­andi sam­göngu­kost­um.

Það skýt­ur auðvitað skökku við að vera að niður­greiða bíla, eða ívilna með kannski 1,5 millj­ón­um króna í niður­felld­um virðis­auka­skatti, þegar það er eng­in niður­fell­ing á virðis­auka­skatti fyr­ir kosti sem eru um­hverf­i­s­vænni held­ur en raf­magns­bíl­ar, eins og reiðhjól og raf­magns­hjól.

Þetta er al­veg tíma­bært og okk­ur líst vel á þetta, en við hefðum kannski viljað sjá aðeins hærri upp­hæð og við hefðum viljað leysa þetta með þessi nytja- eða far­ang­urs­hjól,“ seg­ir Árni.

Ungur maður rennir sér á rafmagnshjóli í rigningunni í Reykjavík. …
Ung­ur maður renn­ir sér á raf­magns­hjóli í rign­ing­unni í Reykja­vík. Árni tel­ur að fella mætti niður virðis­auka­skatt af slík­um hjól­um upp að hálfri millj­ón króna. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert