Enginn vill selja kvóta

Margir vilja stækka kúabúin.
Margir vilja stækka kúabúin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn kúabóndi vildi selja mjólkurkvóta á þriðja og síðasta innlausnardegi ársins, 1. nóvember, og því varð engin innlausn. Ástæðan er væntanlega sú að nýtt kerfi tekur við um áramót og búast má við að verðið hækki.

Núverandi innlausnarkerfi grundvallast á því að leggja átti kvótakerfi í mjólkurframleiðslu niður. Eftir að þau áform breyttust hefur sáralítið framboð verið af mjólkurkvóta á fyrirframákveðnum innlausnardögum og nú alls ekki neitt. Ríkið greiðir 100 krónur fyrir lítrann í ár og úthlutar kvótanum síðan til þeirra sem óska nema hvað nýliðar og fleiri hópar njóta ákveðins forgangs.

Samkvæmt endurskoðun búvörusamnings sem gengið var frá fyrir skömmu tekur nýtt kerfi, tilboðsmarkaður, við um áramót. Það er nær því að vera markaðskerfi þótt með takmörkunum sé, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert