Hlaut hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, og Katrín …
Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti Finni Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2019 á Rannsóknarþingi RANNÍS í dag.

Rannsóknir Finns falla undir svið vísindaheimspeki og þekkingarfræði. Finnur hefur fjallað um eðli vísindalegra framfara og að þær feli í sér aukinn skilning á vísindalegum fyrirbærum frekar en aukna þekkingu og stýrir hann rannsóknarverkefni á því sviði.

Þá hefur hann að undanförnu rannsakað með hvaða hætti almenningur getur metið og túlkað vísindakenningar sem samstaða er um meðal vísindafólks, svo sem í loftslagsvísindum, og hafa rannsóknir hans vakið alþjóðlega athygli.

Yfirskrift Rannsóknarþingsins var: Alþjóðlegt samstarf, áherslur og tækifæri í rannsóknum. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert