Varað við mikilli hálku

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Mjög hált er á göt­um og stíg­um á höfuðborg­ar­svæðinu og fólk beðið um að fara var­lega í morg­un­um­ferðinni. Unnið hef­ur verið að sölt­un gatna og að sanda stíga frá því klukk­an 4 í nótt í Reykja­vík, að sögn Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, verk­stjóra í vega­eft­ir­liti hjá Reykja­vík­ur­borg.

Hall­dór seg­ir að mik­il hálka hafi mynd­ast á göt­um og stíg­um í gær­kvöldi og unnið að sölt­un og að sanda stíga til miðnætt­is á veg­um borg­ar­inn­ar. Síðan hafi bíl­arn­ir farið út aft­ur strax klukk­an fjög­ur í nótt. Talið er að búið verði að salta og sanda all­ar helstu leiðir inn­an borg­ar­mark­anna áður en þorri borg­ar­búa fer af stað til vinnu og skóla.

Veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands skrif­ar á sjötta tím­an­um á vef Veður­stof­unn­ar að nokkuð víða á land­inu megi bú­ast við hálku á veg­um, ým­ist er um að ræða glæra­hálku eða snjóþekju.

Að sögn Sig­urðar Sig­urðsson­ar, varðstjóra í lög­regl­unni á Norður­landi eystra, hef­ur snjóað á Ak­ur­eyri og ná­grenni í nótt og má bú­ast við að þar sé hált þegar fólk legg­ur af stað til vinnu og skóla í morg­uns­árið. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um hafa ekki borist fregn­ir af mik­illi hálku í henn­ar um­dæmi en fólk beðið um að fara var­lega.

Vega­gerðin varaði við því í gær­kvöldi að vetr­ar­færð er í flest­um lands­hlut­um og víða élja­gang­ur. Vegna kóln­andi veðurs er varað við mik­illi hálku á Suður- og Suðvest­ur­landi í nótt og nú í morg­uns­árið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni klukk­an 6:45 eru veg­ir greiðfær­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, á Kjal­ar­nesi og Reykja­nes­braut. 

Vetr­ar­færð er í öll­um lands­hlutm, élja­gang­ur á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi og snjó­koma á Suðaust­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert