Eldsvoði á Akureyri

Lögreglan og slökkvilið Akureyrar voru kölluð út vegna eldsins um …
Lögreglan og slökkvilið Akureyrar voru kölluð út vegna eldsins um hálftvö í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

Til­kynnt var um elds­voða í gömlu húsi í Sand­gerðis­bót­inni á Ak­ur­eyri um hálft­vö í nótt. Tvær mann­eskj­ur voru í hús­inu en þær komu sér út af sjálfs­dáðum og til­kynntu um eld­inn til Neyðarlín­unn­ar.

Að sögn Sig­urðar Sig­urðsson­ar, varðstjóra í lög­regl­unni á Norður­landi eystra, kom eld­ur­inn upp á jarðhæð húss­ins en íbúi á þeirri hæð var að heim­an þegar íbú­ar á efri hæð urðu elds­ins var­ir. 

Um gam­alt hús í eigu bæj­ar­ins er að ræða en það var byggt árið 1898, og búa þar skjól­stæðing­ar Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Húsið er á tveim­ur hæðum auk kjall­ara. 

Sig­urður seg­ir að ekki hafi verið um mik­inn eld að ræða en tals­vert bras að slökkva meðal ann­ars vegna ein­angr­un­ar húss­ins. Slökkvi­starfi lauk um hálf­fimm og er lög­regl­an enn með vakt við húsið. Tals­verðar skemmd­ir eru á hús­inu og ekki er vitað um elds­upp­tök. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert