Landlæknisembættið gerir úttekt á Reykjalundi

Embætti landlæknis hyggst gera úttekt á Reykjalundi vegna megnrar starfsóánægju.
Embætti landlæknis hyggst gera úttekt á Reykjalundi vegna megnrar starfsóánægju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landlæknisembættið hyggst gera úttekt á Reykjalundi á næstu dögum. Greint var frá þessu á fundi í morgun, sem heilbrigðisráðherra, landlæknir og fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands héldu, um alvarlega stöðu sem upp er komin á Reykjalundi. Framkvæmdastjórn Reykjalundar verður greint frá því þessu í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 

Alls hafa tíu læknar af tólf sagt upp störfum á Reykjalundi frá því í sumar. Ástandið hefur verið slæmt á stofnuninni frá því forstjóra Reykjalundar var sagt upp störfum í lok september og nokkrum dögum síðar sagði stjórn SÍBS, eiganda Reykjalundar, upp Magnúsi Ólafssyni lækni. 

Í kjölfarið sögðu fjölmargir læknar upp og rúmlega helmingur starfsfólks lýsti yfir vantrausti á stjórn SÍBS, eiganda Reykjalundar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert