Íhugar að loka Lambhaga

Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, er ósáttur við Orkuveitu Reykjavíkur.
Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, er ósáttur við Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Haf­berg Þóris­son, aðal­eig­andi gróðrar­stöðvar­inn­ar Lambhaga í Úlfarsár­dal í Reykja­vík, seg­ir framtíðar­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins í höfuðborg­inni ekki glæsi­lega. Ástæðan er gríðarleg hækk­un á verði hita­veitu­vatns frá Orku­veitu Reykja­vík­ur sem fyr­ir­huguð er um ára­mót. Þetta kem­ur fram í forsíðufrétt Bænda­blaðsins sem kem­ur út í dag.

Frá Lambhaga.
Frá Lambhaga. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þar er haft eft­ir Haf­berg að hækka eigi verð á heitu vatni til hans um 97% 1. janú­ar 2020. „Hérna verður verðið eft­ir hækk­un um 120 krón­ur fyr­ir rúm­metr­ann af vatni en það er 37 krón­ur upp í Mos­fells­dal. Við erum að nota um og yfir 100 þúsund tonn af heitu vatni í Lambhaga. Við erum að borga um 6-800 þúsund krón­ur á mánuði fyr­ir heitt vatn. Ef þessi hækk­un verður um ára­mót­in þá fer kostnaður­inn í um 1,4 millj­ón­ir króna á mánuði eða nærri 16,8 millj­ón­ir á ári. Síðan erum við að nota yfir 60 millj­ón­ir kílówatt­stunda af raf­orku á ári,“ seg­ir Haf­berg meðal ann­ars í viðtal­inu. 

Hann seg­ir tvennt koma til greina. Annaðhvort legg­ist starf­sem­in af í Lambhaga og flytji annað eða sett verður upp kyndistöð í Lambhaga sem brenni plasti, kol­um og timb­urk­urli við háan hita líkt og gert er í Nor­egi og Dan­mörku. 

„Mér finnst sorg­legt að borg­in sé að reyna að ýta okk­ur í burtu með þess­um hætti,“ seg­ir Haf­berg í viðtal­inu. 

Lambhagi á 40 ára af­mæli á þessu ári. Fyr­ir­tækið er með 15 þúsund fer­metra gróður­hús á svæðinu og þar starfa að jafnaði 25 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert