Samsetning gesta sem leggja leið sína í Landmannalaugar hefur breyst mikið á undanförnum 20 árum, samkvæmt rannsóknum Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands.
Ferðamenn eru mjög ánægðir með flest þarna en þó sérstaklega með náttúruna. Þá hefur það breyst hverju fólk er að sækjast eftir, nú er meiri áhersla á merktar gönguleiðir og göngubrýr en minni en áður á verslun, veitingahús og hótel.
Anna Dóra hefur að eigin frumkvæði stundað rannsóknir á samsetningu og upplifun ferðafólks víða um land. Hún rannsakaði þolmörk ferðamanna í Landmannalaugum, meðal annars með spurningakönnunum, á árunum 2000 og 2009, og gerði sambærilega könnun sl. sumar með stuðningi Ferðafélags Íslands sem er með ferðaþjónustu í Landmannalaugum. Hún greindi frá frumniðurstöðum spurningakönnunarinnar frá síðasta sumri á fundi hálendishóps Landverndar í gærkvöldi, og bar þær saman við eldri kannanirnar.
Anna Dóra segir í Morgunblaðinu í dag að mikil breyting hafi orðið á samsetningu gesta í Landmannalaugum á þessum tuttugu árum.