Ánægðir með Laugarnar

Haust í Landmsnnalaugum.
Haust í Landmsnnalaugum. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­setn­ing gesta sem leggja leið sína í Land­manna­laug­ar hef­ur breyst mikið á und­an­förn­um 20 árum, sam­kvæmt rann­sókn­um Önnu Dóru Sæþórs­dótt­ur, pró­fess­ors við Há­skóla Íslands.

Ferðamenn eru mjög ánægðir með flest þarna en þó sér­stak­lega með nátt­úr­una. Þá hef­ur það breyst hverju fólk er að sækj­ast eft­ir, nú er meiri áhersla á merkt­ar göngu­leiðir og göngu­brýr en minni en áður á versl­un, veit­inga­hús og hót­el.

Anna Dóra hef­ur að eig­in frum­kvæði stundað rann­sókn­ir á sam­setn­ingu og upp­lif­un ferðafólks víða um land. Hún rann­sakaði þol­mörk ferðamanna í Land­manna­laug­um, meðal ann­ars með spurn­inga­könn­un­um, á ár­un­um 2000 og 2009, og gerði sam­bæri­lega könn­un sl. sum­ar með stuðningi Ferðafé­lags Íslands sem er með ferðaþjón­ustu í Land­manna­laug­um. Hún greindi frá frumniður­stöðum spurn­inga­könn­un­ar­inn­ar frá síðasta sumri á fundi há­lend­is­hóps Land­vernd­ar í gær­kvöldi, og bar þær sam­an við eldri kann­an­irn­ar.

Anna Dóra seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að mik­il breyt­ing hafi orðið á sam­setn­ingu gesta í Land­manna­laug­um á þess­um tutt­ugu árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert