Heildarvelta erlendra korta dróst saman

Heildarkortavelta dróst saman.
Heildarkortavelta dróst saman. mbl.is/Hari

Kortavelta erlendra korta dróst saman um 10% í september samanborið við sama tíma í fyrra í krónum talið og um 16% sé litið til veltunnar miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans fyrir septembermánuð.

Alls komu 180 þúsund ferðamenn til landsins í gegnum í Leifsstöð í mánuðinum og voru þeir 21% færri en í september fyrir ári. Alls hefur ferðamönnum fækkað um 14% fyrstu níu mánuði þessa árs ef borið er saman við sama tímabil árið 2018.

Athyglisvert er þó að skoða meðaleyðslu hvers ferðamanns meðan á dvöl stendur, en svo virðist sem hún hafi aukist umtalsvert. Hafa ber þó í huga að gengi krónunnar veiktist yfir tímabilið sem gerði það að verkum að kaupmáttur ferðamanna jókst og því gátu þeir eytt fleiri krónum án þess að eyða meiru í eigin mynt. Samtals eyddu ferðamenn um 119 þúsund krónum í heimsókn sinni hér á landi í september, sem jafnframt er 14% aukning frá sama tímabili í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert