Samið við Teit Jónasson

Teitur Jónasson ehf. er öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Teitur Jónasson ehf. er öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu. mbl.is/Golli

Bæj­ar­ráð Kópa­vogs samþykkti á fundi sín­um í gær að ganga til samn­inga við Teit Jónas­son ehf. um að ann­ast ferðaþjón­ustu fatlaðra í bæn­um.

Starfs­menn bæj­ar­ins hafa farið yfir helstu þætti til­boðsins. Ekki hafa fund­ist vill­ur og fyr­ir­tækið stenst þær kröf­ur sem gerðar eru. Eigi að síður verður farið yfir alla liði til­boðsins áður en skrifað verður und­ir samn­inga til þess að at­huga hvort til­boðið stand­ist.

„Þetta er um­tals­vert lægra en við reiknuðum með en fyr­ir hönd bæj­ar­ins get ég ekki sagt að mér þyki þetta of lágt til­boð. Ég hlýt að vera mjög ánægður með niður­stöðuna,“ seg­ir Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri, spurður hvort til­boðið væri ef til vill of lágt.

Til­boð Teits Jónas­son­ar ehf. í akst­ursþjón­ust­una reynd­ist lang­lægst í útboði bæj­ar­ins. Fyr­ir­tækið býðst til að taka verkið að sér fyr­ir 776 millj­ón­ir kr. sem er 424 millj­ón­um und­ir kostnaðaráætl­un sem hljóðaði upp á 1.200 millj­ón­ir, eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert