Börn og ungmenni hafa greiðan aðgang að orkudrykkjum og rafrettum þó að hvorugt eigi að selja þeim sem ekki hafa náð átján ára aldri.
Þetta er meðal þess sem fram kom í máli nokkurra ungmenna á nemendaþingi um orkudrykkjaneyslu og rafrettunotkun ungmenna í Réttarholtsskóla í gær.
Umræður um svefn voru einnig á borðinu hjá þeim sem og á nemendaþingum sem voru haldin samtímis í Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla.
Blaðamaður Morgunblaðsins fékk að tylla sér hjá nokkrum nemendum í áttunda til tíunda bekk, þeim Unu Erlín, Nínu, Arnari Nóa, Kristjáni, Silju Borg og Guðna Degi sem ræddu málin sín á milli. Tilgangur þingsins var að fá fram „skoðanir um unglinga frá unglingum“, eins og Una orðaði það.
Sjá umfjöllun þessa í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.