Unnið er að því að koma skipverjum á báti sem strandaði fyrir skömmu á Rifstanga til bjargar.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ekki hægt að upplýsa frekar um strandið að svo stöddu. Rifstangi er norður af Raufarhöfn og hafa viðbragðsaðilar á svæðinu verið kallaðir út.
Uppfært klukkan 7:32
Björgunarsveitum á Norðausturlandi og björgunarskipinu Gunnbjörgu á Raufarhöfn, barst útkall á sjötta tímanum í morgun eftir að bátur hafði strandað við Rifstanga nyrst á Melrakkasléttu með tvo menn um borð.
Björgunarsveitarfólk er á leiðinni á vettvang frá húsavík og Raufarhöfn ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Kallaður var til nærliggjandi fiskveiðibátur sem nálgast vettvang ásamt Björgunarskipinu Gunnbjörgu og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út.