Strandaður bátur á Rifstanga

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Unnið er að því að koma skip­verj­um á báti sem strandaði fyr­ir skömmu á Rifstanga til bjarg­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni er ekki hægt að upp­lýsa frek­ar um strandið að svo stöddu. Rifstangi er norður af Raufar­höfn og hafa viðbragðsaðilar á svæðinu verið kallaðir út. 

Upp­fært klukk­an 7:32

Björg­un­ar­sveit­um á Norðaust­ur­landi og björg­un­ar­skip­inu Gunn­björgu á Raufar­höfn, barst út­kall á sjötta tím­an­um í morg­un eft­ir að bát­ur hafði strandað við Rifstanga nyrst á Mel­rakka­sléttu með tvo menn um borð.

Björg­un­ar­sveitar­fólk er á leiðinni á vett­vang frá húsa­vík og Raufar­höfn ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Kallaður var til nær­liggj­andi fisk­veiðibát­ur sem nálg­ast vett­vang ásamt Björg­un­ar­skip­inu Gunn­björgu og hef­ur þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar verið kölluð út.

map.is
map.is map.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert