Ístak hf., Mosfellsbæ átti lægsta tilboðið í vegagerð í Suðursveit í Öræfum, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 5. nóvember. Þessi vegagerð er hluti af átaki til að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi.
Enn eru 36 einbreiðar brýr á Hringveginum, langflestar á Suður- og Suðausturland, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa framkvæmd í Morgunblaðinu í dag.
Verkið felst í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn (102 metrar) og Fellsá (46 metrar) ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og -vegi.