Landspítalinn eigi nóg með sitt

„Spítalinn á held ég bara nóg með sitt. Mér finnst …
„Spítalinn á held ég bara nóg með sitt. Mér finnst þetta svolítið sérkennilegur fókus að ætla að bæta þessu verkefni inn á spítalann þegar það eru alls konar þættir, meðal annars þeir sem tengjast þeim sem komnir eru með krabbamein sem vantar mjög mikið upp á,“ segir Halla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vona sann­ar­lega að Land­spít­al­inn geti sinnt þessu verk­efni en við erum óneit­an­lega áhyggju­full yfir að það geti reynst erfitt og byggj­um þar ein­fald­lega á reynslu,“ seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags Íslands um það að skiman­ir fyr­ir krabba­meini í leg­hálsi og brjóst­um fær­ist frá fé­lag­inu til Land­spít­ala, Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og heilsu­gæsl­unn­ar eft­ir rúmt ár. 

Áhyggj­urn­ar eru til­komn­ar vegna fyrri reynslu af störf­um Land­spít­al­ans þegar kem­ur að mála­flokkn­um. Þannig hafi fram­halds­skoðanir eft­ir brjósta­skimun farið fram á Land­spít­al­an­um síðastliðin þrjú ár og Land­spít­al­inn ekki náð að sinna því verk­efni eins og hann ætti að gera. 

„Land­spít­al­inn hef­ur alls ekki náð að sinna því verk­efni eins og hon­um ber að gera sam­kvæmt evr­ópsk­um viðmiðum. Biðtím­inn eft­ir þess­um skoðunum hér á landi hef­ur verið 35 dag­ar að meðaltali en hann á að vera fimm dag­ar,“ seg­ir Halla. 

Fjár­magn lík­lega ótryggt

Krabba­meins­fé­lagið set­ur sig ekki upp á móti því að skiman­irn­ar séu færðar frá fé­lag­inu en Halla seg­ir að það sé grund­vall­ar­atriði að þær stofn­an­ir sem taki við verk­efn­inu fái nægi­legt fjár­magn til þess að sinna því og að þær séu nægi­lega vel bún­ar. Slíkt fjár­magn hef­ur að henn­ar viti ekki verið tryggt. Krabba­meins­fé­lagið hef­ur borið mik­inn kostnað af verk­efn­inu af því að greiðsla rík­is­ins hef­ur ekki dugað til þess.

Einnig seg­ir Halla að mik­il­vægt sé að ávinn­ing­ur­inn af því að færa skiman­irn­ar frá Krabba­meins­fé­lag­inu sé skýr. 

„Þetta eru al­gjör­ar breyt­ing­ar, það er al­veg ljóst. Það er í sjálfu sér ekk­ert að því með þetta verk­efni eins og önn­ur að þau séu end­ur­skoðuð. Stóra málið hlýt­ur að vera að það þurfi að liggja fyr­ir hver ávinn­ing­ur­inn af breyt­ing­un­um á að vera, áður en farið er af stað. Þá myndi maður ætla, þegar svona til­lög­ur koma fram, að þá sé búið að tryggja það að stofn­an­irn­ar sem um ræðir geti tekið við verk­efn­un­um og sinnt þeim með besta mögu­lega hætti.“

Enn er óljóst hvaða stofnun muni sjá um boðunarkerfið og …
Enn er óljóst hvaða stofn­un muni sjá um boðun­ar­kerfið og sömu­leiðis hvaða stofn­un muni taka að sér frumu­rann­sókn­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Sér­kenni­legt“ að bæta þessu á spít­al­ann

Halla veit ekki til þess að það hafi verið tryggt. 

„Við vit­um ekki til þess að Land­spít­al­inn sé með nokk­ur plön um fram­kvæmd­ina nema mögu­lega sé verið að inn­rétta hús­næði. Þetta er mjög mik­ill fjöldi skoðana, um tutt­ugu þúsund skoðanir ár­lega og það krefst sér­hæfðs mannafla. Eins og ég segi þá hef­ur spít­al­an­um því miður ekki tek­ist að sinna því verk­efni sem er í fram­haldi af þessu verk­efni. Svo er raun­in nátt­úru­lega sú að Land­spít­al­inn er há­skóla­sjúkra­hús og ber sam­kvæmt lög­um að sinna mjög sér­hæfðri sjúkra­húsþjón­ustu, ekki for­vörn­um.“

Halla tel­ur því að for­varnaþátt­ur­inn falli ekki und­ir verksvið spít­al­ans. Um­fangs­mikl­ar niður­skurðaraðgerðir hafa verið boðaðar á Land­spít­al­an­um. 

„Spít­al­inn á held ég bara nóg með sitt nú þegar. Mér finnst það svo­lítið sér­kenni­legt að ætla að bæta þessu verk­efni inn á spít­al­ann þegar þar eru alls kon­ar þætt­ir, sem meðal ann­ars tengj­ast þjón­ustu við þá sem eru með krabba­mein sem vant­ar mjög mikið upp á.“

Leg­háls­skiman­ir munu fara fram á heilsu­gæslu­stöðvum og brjósta­skimun á Land­spít­al­an­um og Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. Fram­halds­skoðanir eft­ir brjósta­skimun fara áfram fram á Land­spít­al­an­um og leg­háls­spegl­an­ir sömu­leiðis en tvennt er enn óljóst. 

„Eng­in ákvörðun ligg­ur fyr­ir um það hver sjái um boðun­ar­kerfið sjálft held­ur ekki hvar frumu­rann­sókn­ir muni fara fram. Það þarf að rann­saka öll þau sýni sem eru tek­in úr leg­hálsi,“ seg­ir Halla. Krabba­meins­fé­lagið hef­ur talað fyr­ir að starf­sem­inni sé haldið áfram í einni ein­ingu. 

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, er bjartsýnn á að breytingarnar …
Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, er bjart­sýnn á að breyt­ing­arn­ar geti orðið til góða. Ljós­mynd/​Heilsu­gæsl­an

90% aukn­ing á kom­um til Krabba­meins­fé­lags­ins

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, sagði við RÚV fyr­ir helgi að mark­miðið með til­færsl­unni sé að fá fleiri kon­ur til að koma í skimun, þá einkum ung­ar kon­ur, þannig að hægt verði að finna fleiri á forstig­um og reyna að lækka dán­artíðni af völd­um leg­hálskrabba­meins.

Halla tel­ur að heilsu­gæsl­an gæti gert heil­mikið til þess að hvetja kon­ur til að taka þátt í skimun­um, líkt og kem­ur fram í Krabba­meinsáætl­un.

„Heilsu­gæsl­an hef­ur líka talað um að skimun­in þar verði gjald­frjáls. Það er frá­bært og eng­in spurn­ing um að það skipt­ir mjög miklu máli eins og hef­ur komið fram í til­rauna­verk­efni Krabba­meins­fé­lags­ins á þessu ári. Við mynd­um auðvitað helst vilja að það gerðist strax á næsta ári þannig að ríkið tryggði gjald­frjálsa skoðun hjá Krabba­meins­fé­lag­inu. Þátt­tak­an í skimun­um hef­ur auk­ist mjög mikið í ár miðað við í fyrra. Í leg­háls­skimun­um þá eru kom­ur á þessu ári fram til 15. sept­em­ber 19% fleiri og 29% fleiri kom­ur hafa verið í brjósta­skiman­ir. Það er rosa­lega mik­il aukn­ing.“

Halla seg­ir að aukn­ing­in sé að öll­um lík­ind­um til­kom­in vegna margra þátta, hvatn­inga á sam­fé­lags­miðlum, sam­starfs við vin­konu­hópa í Bleiku slauf­unni en líka vegna þess að Krabba­meins­fé­lagið bauð kon­um sem urðu 23 ára á ár­inu og kon­um sem urðu fer­tug­ar á ár­inu í ókeyp­is skimun. Þeim yngri í leg­háls­skimun og þeim eldri í brjósta­skoðun. Þátt­taka hjá þess­um ár­göng­um er 90% meiri en í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert