Bað ekki guð um peninga

Hjónin Dzonic og Slavica Osman létu vel af dvölinni á …
Hjónin Dzonic og Slavica Osman létu vel af dvölinni á Íslandi árið 1959.

„Ég er satt að segja eng­inn trúmaður. Ég er nú­tímamaður og efn­is­hyggjumaður og ég veit að það gagn­ar ekk­ert að biðja guð um pen­inga eða bætt lífs­kjör.“ Þetta sagði júgó­slav­neski flóttamaður­inn Dzonic Osm­an í sam­tali við Morg­un­blaðið á þess­um degi árið 1959. Upp úr dúrn­um kom að hann var múslimi og lík­lega sá eini á land­inu um þær mund­ir, að því er hann taldi sjálf­ur, og spurði blaðamaður þá hvernig hann bæðist fyr­ir á Íslandi.

Í spjall­inu kom einnig fram að for­eldr­ar Os­m­ans hefðu viljað að hann yrði prest­ur og settu hann á presta­skóla, „en ég var ekki spá­mann­lega vax­inn – frek­ar en Stalín sem líka var sett­ur í prest­nám – og strauk úr skóla, þegar ég fór að hafa vit fyr­ir mér sjálf­ur. Ég kunni miklu bet­ur við her­mennsk­una í þá daga.“

Dzonic Osm­an og eig­in­kona hans, Slavica, létu vel af dvöl­inni á Íslandi. „Maður þarf ekki að ótt­ast, að það sé lög­regl­an, sem bank­ar á dyrn­ar hjá manni á morgn­ana.“ Bæði unnu þau á Álafossi og líkaði vel. „Þið vitið bara ekki hvað þið eruð heppn­ir Íslend­ing­ar,“ sögðu hjón­in.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert