Spáð hraustlegum stormi í dag

Kort/Veðurstofa Íslands

Hraust­leg­ur storm­ur geng­ur yfir landið í dag, fyrst suðvest­ur­hornið upp úr há­degi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands.

Með vind­in­um fylg­ir tals­verð rign­ing á suðaust­an­verðu land­inu. Bent er á að gul­ar viðvar­an­ir séu í gildi um allt land, nema á Vest­fjörðum, og er fólk hvatt til að fara að öllu með gát ef ferðast er á milli lands­hluta sem og að huga að hlut­um sem geta fokið.

Það dreg­ur úr veðrinu í kvöld á suðvest­ur­horn­inu en áfram verður hvasst nauðaust­an­til á land­inu fram eft­ir nóttu. Útlit er fyr­ir mun hæg­ari vind á morg­un, en þó mun all­hvass vind­ur blása um aust­an­vert landið með tals­verðri úr­komu á suðaust­ur­landi.

Þegar kem­ur fram á þriðju­dag læg­ir í öll­um lands­hlut­um og dreg­ur einnig úr úr­komu.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert