50 titlar á 3 árum

Auður Ava Ólafsdóttir er einn þekktasti og virtasti rithöfundur Íslands.
Auður Ava Ólafsdóttir er einn þekktasti og virtasti rithöfundur Íslands.

Þessi miss­er­in er mest þýtt af ís­lensk­um bók­um á frönsku eða um fimm­tíu titl­ar á þrem­ur árum. Höf­und­ar frá Íslandi eru tíðir gest­ir á bók­menntaviðburðum víða um Frakk­land en í síðustu viku var Auður Ava Ólafs­dótt­ir sæmd frönsku bók­mennta­verðlaun­um Mé­dic­is étr­an­ger fyr­ir skáld­sögu sína Ung­frú Ísland sem kom út í franskri þýðingu Érics Boury.

„Eitt af hlut­verk­um Miðstöðvar ís­lenskra bók­mennta er að kynna ís­lensk­ar bók­mennt­ir er­lend­is og auka út­breiðslu þeirra. Það starf hef­ur borið góðan ár­ang­ur eins og meðal ann­ars má sjá á mikl­um áhuga á ís­lensk­um bók­mennt­um í Frakklandi. Mest er þýtt úr ís­lensku á frönsku þessi miss­er­in en bæk­urn­ar eru orðnar um fimm­tíu tals­ins á þriggja ára tíma­bili og þar gegna þýðinga­styrk­ir Miðstöðvar ís­lenskra bók­mennta mik­il­vægu hlut­verki. Sem dæmi má nefna þá eru all­flest­ar bæk­ur Arn­alds Indriðason­ar og Auðar Övu Ólafs­dótt­ur til í franskri þýðingu en þau eiga sér dygg­an les­enda­hóp. Fjöldi annarra höf­unda hef­ur náð at­hygli Frakka og marg­ir koma reglu­lega fram á bók­mennta­hátíðum og öðrum viðburðum í Frakklandi — iðulega með aðkomu Miðstöðvar ís­lenskra bók­mennta,“ seg­ir á vef Miðstöðvar ís­lenskra bók­mennta.

Tveir fransk­ir þýðend­ur hafa hlotið Orðstír, heiður­sverðlaun þýðenda ís­lenskra bók­mennta á er­lend­ar tung­ur, þau Cat­her­ine Eyj­ólfs­son árið 2015 og Eric Boury árið 2017. Þau hafa hvort um sig þýtt um 50 ís­lensk verk á frönsku. 

Í haust blés sendi­ráð Íslands í Par­ís til þýðendaþings með þátt­töku þýðenda, rit­höf­unda og franskra út­gef­enda. Eitt af mark­miðum með þing­inu var að vekja áhuga á þýðend­a­starf­inu og ís­lensku­námi en í Frakklandi er ís­lenska kennd við tvo há­skóla.

Dag­skrá­in var unn­in í sam­vinnu við Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um og Miðstöð ís­lenskra bók­mennta og meðal þátt­tak­enda voru Hrafn­hild­ur Hagalín, Pét­ur Gunn­ars­son og Stein­unn Sig­urðardótt­ir auk þýðend­anna Cat­her­ine Eyj­ólfs­son, Éric Boury og Jean-Christophe Salaün.  

Sjá nán­ar hér

Hátt í fimm­tíu þýðing­ar úr ís­lensku eru ný­lega komn­ar út eða vænt­an­leg­ar í Frakklandi og þar kenn­ir margra grasa; það eru skáld­verk, glæpa­sög­ur, barna- og ung­menna­bæk­ur, mynda­sög­ur, ljóð og bæk­ur al­menns efn­is. Hér eru nokk­ur dæmi um ný­leg­ar og vænt­an­leg­ar fransk­ar þýðing­ar:

  • Sex­tíu kíló af sól­skini eft­ir Hall­grím Helga­son, út­gef­andi Gallim­ard.
  • Storm­fugl­ar eft­ir Ein­ar Kára­son í út­gáfu Gras­set.
  • Hið heil­aga orð og Ey­land eft­ir Sig­ríði Hagalín Björns­dótt­ur í þýðingu Eric Boury, út­gef­andi Gaïa Ed­iti­ons.
  • Hans Blær og Gæska eft­ir Ei­rík Örn Norðdahl í út­gáfu Ed­iti­ons Métailié.
  • Elín, ým­is­legt eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur, út­gef­andi er Les Ed­iti­ons Noir sur Blanc.
  • Stúlk­an hjá brúnni, Myrkrið veit, Syn­ir dufts­ins, Dauðarós­ir og Pet­samo eft­ir Arn­ald Indriðason í þýðingu Eric Boury, út­gef­andi er Ed­iti­ons Métailié.
  • Aðventa eft­ir Gunn­ar Gunn­ars­son í út­gáfu Ed­iti­ons Zulma.
  • Saga Ástu (útg. Gras­set), Himna­ríki og hel­víti (útg. An Al­arc'h), Eitt­hvað á stærð við al­heim­inn (útg. Gallim­ard) og Fisk­arn­ir hafa enga fæt­ur (útg. Gallim­ard) eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son í þýðingu Eric Boury.
  • Lands­lag er aldrei asna­legt eft­ir Berg­svein Birg­is­son, útg. Actes sud.
  • And­köf, Rof og Dimma eft­ir Ragn­ar Jónas­son, útg. Mart­in­iére
  • Sæmd eft­ir Guðmund Andra Thors­son í þýðngu Eric Boury og í út­gáfu Gallim­ard.
  • Þrír sneru aft­ur eft­ir Guðberg Bergs­son, þýðandi Eric Boury og út­gef­andi Ed­iti­ons Métailié.

  • Passam­ynd­ir og Íslensk­ir kóng­ar eft­ir Ein­ar Má Guðmunds­son í þýðingu Eric Boury, út­gef­andi Ed­iti­ons Zulma.
  • Óláfs saga ins helga, þýðandi er Franço­is-Xa­vier Dill­mann og út­gef­andi Ed­iti­ons Gallim­ard.
  • Gombri eft­ir El­ínu Eddu í þýðingu Anne Bal­an­ant, út­gef­andi er Mécan­ique générale.
  • Alli Nalli og tunglið eft­ir Vil­borgu Dag­bjarts­dótt­ur og Sig­ríði Björns­dótt­ur, þýðandi Jean-Christophe Salaün og út­gef­andi Al­bin Michel Jeu­nesse.
  • Vetr­ar­frí og Vetr­ar­hörk­ur eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur í þýðingu Jean-Christophe Salaün, útg. Ed­iti­ons Thierry Magnier.
  • Sölvasaga ung­lings eft­ir Arn­ar Má Arn­gríms­son í þýðingu Jean-Christophe Salaün, út­gef­andi er Ed­iti­ons Thierry Magnier.
  • Fjallið sem yppti öxl­um eft­ir Gísla Páls­son, þýðandi er Car­ine Chich­ereau og út­gef­andi Gaïa Ed­iti­ons.
  • Svik, Búrið og Netið eft­ir Lilju Sig­urðardótt­ur í þýðingu Jean-Christophe Salaün, út­gef­andi Ed­iti­ons Métailié. 
  • Heima og Ástin og lífið .. og fleiri ljóð eft­ir Þór Stef­áns­son, þýðandi er Nicole Barrière og út­gef­andi L´Harmatt­an.
  • Síðasta ástar­játn­ing­in eft­ir Dag Hjart­ar­son í þýðingu Jean-Christophe Salaün og út­gef­andi er Éditi­ons La Peupla­de.
  • Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur í þýðingu Eric Boury, út­gef­andi Ed­iti­ons Zulma.
  • Sandár­bók­in eft­ir Gyrði Elías­son, þýðandi er Cat­her­ine Eyj­ólfs­son og út­gef­andi Éditi­ons La Peupla­de.
  • 13 dag­ar eft­ir Árna Þór­ar­ins­son, þýðandi er Eric Boury og út­gef­andi Ed­iti­ons Métailié.
  • Bréf frá Bút­an og Fund­ur Útvarps­ráðs þann 14. mars 1984 og mót­andi áhrif hans á kyn­verund drengs­ins og fleiri sög­ur eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son í þýðingu Jean-Christophe Salaün og út­gáfu Ed­iti­ons Passa­ge(s).
  • Ör eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur, þýðandi er Cat­her­ine Eyj­ólfs­son og út­gef­andi Ed­iti­ons Zulma.
  • grá­spörv­ar og ígul­ker eft­ir Sjón í þýðingu Séver­ine Daucourt Fri­driks­son og út­gáfu Ed­iti­ons LansKine.
  • Reisu­bók Guðríðar Sím­on­ar­dótt­ur eft­ir Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur í þýðingu Eric Boury og út­gáfu Gaïa Ed­iti­ons.
  • Sögumaður eft­ir Braga Ólafs­son í þýðingu Robert Guil­lemette og út­gáfu Actes sud.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert