Afkoman versnar um 10 milljarða

3,5 milljarða lækkun til framkvæmda við nýjan Landspítala grundvallast á …
3,5 milljarða lækkun til framkvæmda við nýjan Landspítala grundvallast á endurmati framkvæmdaáætlunar. Framkvæmdir hafa gengið hægar en reiknað var með. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárveiting til nýbyggingar Landspítalans verður 3.500 milljónum minni á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, verði breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlaga samþykktar. Aftur á móti hækka framlög til ábyrgðarsjóðs launa og fæðingarorlofssjóðs. Breytingartillögurnar leiða til þess að afkoma ríkissjóðs versnar um 10 milljarða, verður neikvæð um 9,7 milljarða.

Hagnaður fyrirtækja minnkar

Endurmat á áætlun um tekjur ríkissjóðs á næsta ári leiðir til þess að lagt er til að tekjurnar verði lækkaðar um 10,4 milljarða, frá því sem áður var áætlað. Þar munar mest um lakari horfur í nýrri þjóðhagsspá sem gerir ráð fyrir minni hagvexti. Skattar á tekjur og hagnað lækka og vegur þyngst lækkun á tekjuskatti fyrirtækja vegna minni hagnaðar.

Í tillögunum er lagt til að fallið verði frá áformum um 2,5 milljarða kr. skattlagningu á ferðaþjónustu og urðunarskatti frestað á meðan unnið er að útfærslu á innheimtu hans. Þá er búist við að veiðigjald verði 2,1 milljarði lægra en áður var reiknað með. Álagning veiðigjalda miðast við rekstrarafkomu útgerðarfyrirtækja en afkoman á síðasta ári var ekki góð í sögulegu samhengi. Veiðigjaldið skilar eigi að síður 5 milljörðum.

Á móti þessum lækkunum koma 4,8 milljarðar sem ríkið reiknar með að fá fyrir sölu á losunarheimildum. Gjöldin lækka um hálfan milljarð en frávik eru í báðar áttir. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert