Afkoman versnar um 10 milljarða

3,5 milljarða lækkun til framkvæmda við nýjan Landspítala grundvallast á …
3,5 milljarða lækkun til framkvæmda við nýjan Landspítala grundvallast á endurmati framkvæmdaáætlunar. Framkvæmdir hafa gengið hægar en reiknað var með. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjár­veit­ing til ný­bygg­ing­ar Land­spít­al­ans verður 3.500 millj­ón­um minni á næsta ári en gert var ráð fyr­ir í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár, verði breyt­ing­ar­til­lög­ur meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar við 2. umræðu fjár­laga samþykkt­ar. Aft­ur á móti hækka fram­lög til ábyrgðarsjóðs launa og fæðing­ar­or­lofs­sjóðs. Breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar leiða til þess að af­koma rík­is­sjóðs versn­ar um 10 millj­arða, verður nei­kvæð um 9,7 millj­arða.

Hagnaður fyr­ir­tækja minnk­ar

End­ur­mat á áætl­un um tekj­ur rík­is­sjóðs á næsta ári leiðir til þess að lagt er til að tekj­urn­ar verði lækkaðar um 10,4 millj­arða, frá því sem áður var áætlað. Þar mun­ar mest um lak­ari horf­ur í nýrri þjóðhags­spá sem ger­ir ráð fyr­ir minni hag­vexti. Skatt­ar á tekj­ur og hagnað lækka og veg­ur þyngst lækk­un á tekju­skatti fyr­ir­tækja vegna minni hagnaðar.

Í til­lög­un­um er lagt til að fallið verði frá áform­um um 2,5 millj­arða kr. skatt­lagn­ingu á ferðaþjón­ustu og urðun­ar­skatti frestað á meðan unnið er að út­færslu á inn­heimtu hans. Þá er bú­ist við að veiðigjald verði 2,1 millj­arði lægra en áður var reiknað með. Álagn­ing veiðigjalda miðast við rekstr­araf­komu út­gerðarfyr­ir­tækja en af­kom­an á síðasta ári var ekki góð í sögu­legu sam­hengi. Veiðigjaldið skil­ar eigi að síður 5 millj­örðum.

Á móti þess­um lækk­un­um koma 4,8 millj­arðar sem ríkið reikn­ar með að fá fyr­ir sölu á los­un­ar­heim­ild­um. Gjöld­in lækka um hálf­an millj­arð en frá­vik eru í báðar átt­ir. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert