AFP fjallar um íslenska torfæru

Alþjóðlega fréttastofan AFP fjallar um íslenska torfæru, eða „utanvegarformúlu“, í nýju myndskeiði sem birt var á fréttaveitunni í dag.

Þar segir að rekja megi upphaf torfærunnar til fjáröflunar á sjöunda áratug síðustu aldar þegar björgunaraðilar sýndu bifreiðar sínar takast á við erfiðar akstursaðstæður. Fyrsta torfærukeppnin hafi svo verið haldin 1965 áður en akstursíþróttin var tekin upp á öðrum Norðurlöndum sem og í Bandaríkjunum.

„Fyrir marga er mikilvægara að klára brautina en að vinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert