Framleiðsla dilkakjöts minnkar enn

Fé á rétt í Fljótsdalshéraði.
Fé á rétt í Fljótsdalshéraði. mbl.is/Árni Torfason

Samdráttur í dilkakjötsframleiðslu heldur áfram og er þó enn meiri en á síðasta ári. Horfur eru á enn frekari samdrætti á næsta ári. Haustslátrun sauðfjár er lokið í öllum sláturhúsum landsins.

Samkvæmt upplýsingum kjötmats Matvælastofnunar var slátrað liðlega 506 þúsund lömbum sem er 36 þúsund lömbum færra en á síðasta ári. Innvegið kjöt nam um 8.365 tonnum sem er 600 tonnum minna en á árinu á undan.

Fallþungi dilka var í betra lagi, í sögulegu samhengi, eða 16,52 kg sem er nokkrum grömmum léttara en á árinu 2018. Þyngstu lömbin voru í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga, 16,98 kg að meðaltali.

Talsvert mörgu fullorðnu fé var slátrað í haust, samkvæmt upplýsingum Einars Kára Magnússonar, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, eða nærri 57 þúsund kindum sem er litlu minna en á árinu 2018. Hann segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar megi leiða líkur að því að fækkun á ásettu fé verði um 5-6% í haust, en það komi þó ekki endanlega í ljós fyrr en bændur hafa skilað ásetningsskýrslum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert