„Hjartað okkar sprakk, við áttum alls ekki von á að atriðið okkar myndi komast svona langt,“ segja þau Þórhildur Helga Pálsdóttir og Nóam Óli Stefánsson sem unnu Skrekk í gær með frumsömdu lagi um það að koma út úr skápnum, reynsla sem stendur þeim nærri.
Sigrinum var fagnað rækilega í Hlíðaskóla í morgun og mbl.is var á staðnum þegar þeir ásamt góðum hópi krakka í skólanum fluttu lagið, sem er afar grípandi. Í myndskeiðinu er viðtal við Þórhildi Helgu og Nóam um atriðið og sigurinn í gær.
Hér er hægt að sjá flutning hópsins úr Hlíðaskóla í Borgarleikhúsinu í gær.