Miðflokkurinn með 17 breytingartillögur

Miðflokkurinn.
Miðflokkurinn. mbl.is/​Hari

Miðflokk­ur­inn hef­ur gert sautján breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­lög fyr­ir árið 2020 og hljóða breyt­ing­arn­ar upp á 4.660 millj­ón­ir króna.

Í til­kynn­ingu flokks­ins kem­ur fram að all­ar til­lög­urn­ar séu full­fjár­magnaðar og muni ekki auka á halla rík­is­sjóðs. Miðflokk­ur­inn legg­ur til að hagræðing­ar­krafa verði gerð á öll ráðuneyt­in. „Það er orðið löngu tíma­bært að ráðast í upp­stokk­un á op­in­bera kerf­inu og draga úr um­svif­um hins op­in­bera,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar kem­ur fram að hagræðing­in muni skila rík­is­sjóði sparnað upp á 1,1 millj­arð króna. Auk þess er gerð sér­stök hagræðing­ar­krafa á sam­ein­ingu Seðlabanka Íslands og FME upp á 350 millj­ón­ir króna. Sam­tals er því gerð hagræðing­ar­krafa á rík­is­rekst­ur upp á 1.450 millj­ón­ir króna á ár­inu 2020.

Helstu breyt­ing­arn­ar í til­lög­un­um fel­ast í að leggja aukið fjár­magn til hjúkr­un­ar­heim­ila upp á 800 millj­ón­ir króna vegna rekstr­ar­vanda þeirra. Lagt er til að fram­lög til ör­yrkja auk­ist um 525 millj­ón­ir, ann­ars veg­ar vegna hækk­un­ar á frí­tekju­marki og hins veg­ar vegna fram­lags til að auka stuðnings­störf.

Fram­lög til lög­gæslu, toll­gæslu og landa­mæra­eft­ir­lits verða auk­in um 550 millj­ón­ir króna, auk þess sem Miðflokk­ur­inn legg­ur til lækk­un á trygg­inga­gjaldi upp á 0,25% og hækk­un til heil­brigðis­stofn­ana á lands­byggðinni upp á 250 millj­ón­ir. Fallið verði frá 10% hækk­un kol­efn­is­gjalds.

Nefndarálit Birg­is Þór­ar­ins­son­ar, full­trúa Miðflokks­ins í fjár­laga­nefnd

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert