Þreyttur á bólgnum yfirlýsingum

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Hari

„Umræðan um fjár­laga­frum­varpið er hið þriðja í röðinni hjá nú­ver­andi rík­is­stjórn og sem fyrr ein­kenn­ist frum­varpið af skamm­sýni og brostn­um lof­orðum,“ sagði Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og fram­sögumaður fyrsta minni­hluta fjár­laga­nefnd­ar á Alþingi.

Í ræðu sinni dró hann fram það sem hann kallaði tíu vond­ar frétt­ir í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árið 2020.

Hann nefndi að Há­skóli Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Lista­há­skól­inn og Há­skól­inn á Ak­ur­eyri fá nán­ast sömu raunupp­hæð og þeir fengu í fyrra. Bætti hann við að lækk­un sé á heild­ar­fjármagni til fram­halds­skóla á milli ára.

Hann sagði að þrátt fyr­ir aug­ljósa þörf hjá Land­spít­al­an­um vilji rík­is­stjórn­in ná aukn­um fjár­mun­um úr heil­brigðis­kerf­inu með aðhaldi. Einnig benti hann á að lof­orð um að af­nema krónu á móti krónu-skerðingu gagn­vart ör­yrkj­um sé enn ekki fjár­magnað að fullu í frum­varp­inu. „Enn eru ör­yrkj­ar látn­ir bíða eft­ir rétt­læt­inu,“ sagði hann.

Næst benti Ágúst á að end­ur­greiðsla vegna kvik­mynda­gerðar verði lækkuð um tæp 30% og að fram­lög, m.a. til Tækniþró­un­ar­sjóðs, Innviðasjóðs og Rann­sókn­ar­sjóðs lækki. „Hvers kon­ar póli­tík er þetta. Það er verið að lækka end­ur­greiðsluna sem í sjálfu sér býr til pen­inga,“ sagði hann um lækk­un á end­ur­greiðslunni til kvik­mynda­gerðar.

Lögreglumaður á ferðinni.
Lög­reglumaður á ferðinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í sjötta lagi nefndi hann að fram­lög til Per­sónu­vernd­ar, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, Rík­is­end­ur­skoðunar og al­mennr­ar lög­gæslu lækki þrátt fyr­ir að færri lög­reglu­menn séu núna en fyr­ir 10 árum, fjöldi ferðamanna hafi fimm­fald­ast og að Íslend­ing­um hafi fjölgað um tugi þúsunda á þess­um tíma.

Ágúst hélt áfram og sagði ein­ung­is gert ráð fyr­ir því að op­in­ber­ir starfs­menn fái 3% launa­lækk­un. Þetta þýði kjararýrn­un ef verðbólga fari yfir 3% en þegar frum­varpið var lagt fram hafi ein­mitt verið gert ráð fyr­ir hærri verðbólgu en 3%. Hann tók fram að verðbólgu­spá­in hafi núna lækkað niður í 2,6%.

Þingmaður­inn gagn­rýndi að veiðileyf­a­gjöld­in eigi að lækka á milli ára. Það sé óum­deilt og sagði hann einnig að eyða þurfi miklu meiri pen­ing­um í um­hverf­is­mál. Þau séu ein­ung­is 2% af fjár­lög­un­um og skóg­rækt­in lækki m.a. á milli ára.

Loks minnt­ist hann á sér­staka aðhalds­kröfu á sjúkra­hús, öldrun­ar­stofn­arn­ir og skóla.

„Ég er orðinn svo­lítið þreytt­ur á þess­um bólgnu yf­ir­lýs­ing­um ráðherr­anna sem eiga sér kannski lít­il stoð í fjár­laga­frum­varp­inu þegar á reyn­ir,“ sagði hann og bætti við skömmu síðar: „Það er margt í þessu frum­varpi sem þarf ekki að lenda í skot­gröf­um stjórn­mála­flokk­anna.“

Logi Einarsson.
Logi Ein­ars­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þrett­án breyt­ing­ar­til­lög­ur 

Í morg­un kynnti Sam­fylk­ing­in 13 breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar  upp á 20 millj­arða. Til­lög­urn­ar eru að öllu leyti fjár­magnaðar.

„Fjár­laga­frum­varpið op­in­ber­ar van­mátt rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að tak­ast á við ójöfnuð ann­ars veg­ar og framtíðina hins veg­ar. Fé­lags­leg­ir innviðir sam­fé­lags­ins eru van­rækt­ir, heil­brigðis­stofn­an­ir og fram­halds­skól­ar fá raun­lækk­an­ir og barna­fólk og ör­yrkj­ar skild­ir eft­ir. Í stað þess að styrkja tekju­stofna í efna­hags­upp­gangi og búa í hag­inn er nú gerð aðhaldskrafa á op­in­bera grunnþjón­ustu,“ seg­ir m.a. í til­kynn­ing­unni.

„Við leggj­um til breyt­ing­ar til að gera fjár­lög­in fram­sækn­ari. Til­lög­urn­ar snúa ann­ars veg­ar að því að sækja fram; á sviði mennt­un­ar, ný­sköp­un­ar og í lofts­lags­mál­um. Hins veg­ar snúa þær að því að verja vel­ferð al­menn­ings; barna­fjöl­skyld­ur, heil­brigðisþjón­ustu og þau sem standa höll­um fæti,“  seg­ir Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert