Vilja tíu milljarða hækkun

Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins.
Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkur Flokks fólksins leggur til að heildarfjárheimild örorkulífeyris verði hækkuð um tíu milljarða í fjárlagafrumvarpinu „til að bæta upp þá kjaraskerðingu sem hefur orðið vegna þess að lífeyrir almannatrygginga hefur ekki fylgt launaþróun í landinu,“ að því er segir í tilkynningu.

Einnig leggur hann til að framlög til sjúkrahúsa verði aukin um fimm milljarða og framlög til löggæslu verði aukin um tvo milljarða til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og innflutningi og dreifingu fíkniefna.

Flokkurinn gerir alls níu breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið.

Lagt er til að bætt verði tveimur milljörðum við til að bæta rekstarvanda hjúkrunarheimila og að framlög til sjúkraflutninga verði aukin um 400 milljónir króna. Sömuleiðis er lagt til að fjárframlög til SÁA verði aukin um 400 milljónir vegna fíkniefnavandans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert