Fyrirtækið Náttúra Yurtel hefur reist og innréttað tíu mongólsk yurt-tjöld á Kjóastöðum 3, miðja vegu milli Gullfoss og Geysis.
Steinunn Guðbjörnsdóttir hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Exploring Iceland segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tjöldin séu búin þeirri nýjung að vera öll með steypta undirstöðu og gólfhita, en yfirleitt eru yurt-tjöld hituð með kamínu.