Allt í steypu í miðborginni á laugardag

Frá framkvæmdum við Austurbakka.
Frá framkvæmdum við Austurbakka. mbl.is/Hari

Botn­plata nýju Lands­banka­bygg­ing­ar­inn­ar á Aust­ur­bakka 2 verður steypt laug­ar­dag­inn 16. nóv­em­ber og hefst vinn­an um nótt­ina. Verkið er um­fangs­mikið og verður um­ferð steypu­bíla áber­andi, en þeir þurfa að koma 190 ferðir í miðborg­ina. 

Gef­in hef­ur verið heim­ild til þess­ar­ar vinnu frá kl. 02.00 – 24.00 og meðan unnið er þarf að loka hægri ak­rein Kalkofns­veg­ar í átt að Lækj­ar­götu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Einnig verður mynduð tví­stefna á um 100 metra kafla við gatna­mót Kalkofns­veg­ar og Geirs­götu.

Nán­ar má lesa um þreng­ing­ar og lok­an­ir vegna vinn­unn­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert