Biðstöðvum lokað hjá Strætó

Strætó er hættur að stoppa við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg.
Strætó er hættur að stoppa við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka eftirtöldum biðstöðvum strætisvagna í hringtorgum vegna óvissu um lögmæti þeirra. Um er að ræða biðstöðvar við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg í Áslandi. Þetta er gert í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um málið. 

Strætó er í samskiptum við Reykjavíkurborg og Hafnarfjörð um nýja staðsetningu biðstöðvanna, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka