Búist er við að atvinnuleysi aukist

Kaupi og kjörum mótmælt.
Kaupi og kjörum mótmælt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október voru 2.920 talsins eða um 38% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 8,3% atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara.

Vinnumálastofnun segir að gera megi ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi aukist í nóvember og verði á bilinu 3,9% til 4,1%. Þetta kom fram í frétt stofnunarinnar sem birt var í gær.

Skráð atvinnuleysi í október mældist 3,8% og jókst um 0,3 prósentustig frá því í september. Að jafnaði voru 7.039 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í október og fjölgaði þeim um 476 frá september. Alls voru 2.804 fleiri á atvinnuleysisskrá í október 2019 en í október árið áður.

Í október nú voru að jafnaði 3.912 karlar atvinnulausir og 3.127 konur. Atvinnuleysi var 3,8% meðal karla og jókst um 0,4 prósentustig og 3,9% meðal kvenna og jókst um 0,3 prósentustig frá í september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert