Félagarnir Stefán Hrafn Magnússon (t.v.), hreindýrabóndi á Grænlandi, Ingvar Garðarsson (t.h.), framkvæmdastjóri og meðeigandi Stefáns að hreindýrabúinu, og Jón H. Arnarson (fremst), verkfræðingur og sérfræðingur um ómönnuð flugför, hafa unnið að því undanfarið að þróa og hanna flygildi sem hægt er að nota við hreindýrasmölun á Grænlandi.
Tækið er nú orðið flughæft. Það er búið bensínknúinni ljósavél sem hleður rafgeyma sem aftur knýja loftskrúfurnar. Dróninn er fjarstýrður og búinn fullkominni myndavél.
Sjá umfjöllun um mál þetta og tækni í Morgunblaðinu í dag.