Vilja ekki sameina Árnessýslu

Flúðir eru í Hrunamannahreppi.
Flúðir eru í Hrunamannahreppi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hrunamannahreppur er eina sveitarfélagið sem lýsir sig jákvætt til athugunar á sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu sem bæjarráð Árborgar vill beita sér fyrir. Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa ekki áhuga á slíkri vinnu.

Árborg og Hrunamannahreppur liggja ekki saman og heldur ekki Hveragerði sem ekki hefur svarað og er því nokkuð ljóst að ekkert verður af umræddri athugun.

Íbúum í sveitarfélögunum í Árnessýslu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þar búa nú tæplega 18 þúsund manns og er rúmlega helmingur í Sveitarfélaginu Árborg. Sameinað sveitarfélag yrði 6. stærsta sveitarfélag landsins, töluvert fjölmennara en Garðabær, og miðað við þróunina yrði ekki langt í að það næði Reykjanesbæ og Akureyri.

Yrði öflugra sveitarfélag

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að sveitarfélögin eiga með sér samstarf á ýmsum sviðum, ýmist öll eða hluti þeirra. Í bréfi bæjarstjórans í Árborg þar sem lagt er til að sameining verði könnuð er bent á að sameinað sveitarfélag kunni að vera betur í stakk búið til þess að takast á við stór verkefni í skipulagi og framþróun og sífellt stærri og viðameiri verkefni sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert