Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, um að segja sig frá málum tengdum Samherja og sú staðreynd að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sé kominn í leyfi frá störfum, muni skapa frið um störf sjávarútvegsráðherra.
Spillingarmál voru til umræðu á þinginu í dag þar sem Katrín tók til máls og sagði margt hafa færst til betri vegar í þeim efnum á undanförnum árum, til að mynda reglur um hagsmunaskráningu þingmanna. Hún segir að í Samherjamálinu hefði mögulega verið hægt að fylgjast betur með óeðlilegu athæfi ef alþjóðasamvinna væri lengra á veg komin í þessum efnum.
Í myndskeiðinu er rætt við Katrínu um spillingarmál og stöðu sjávarútvegsráðherra sem eins og fram hefur komið er fyrrverandi stjórnarformaður Samherja og hefur verið vinur Þorsteins Más Baldvinssonar um áratugaskeið.