Yfirlit um allt leitarsvæðið

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni.

Vaktstöð siglinga í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fær nú upplýsingar úr sjálfvirku auðkenningarkerfi skipa, AIS-kerfinu, úr gervihnöttum Evrópusambandsins beint inn á vöktunarskjái.

Með þessu móti fást upplýsingar um skip á öllu leitar- og björgunarsvæði Íslands og allri efnahagslögsögunni og einnig nákvæmari upplýsingar en áður um báta á skuggasvæðum við landið.

Sjálfvirk tilkynningarskylda skipa hefur verið rekin hér í allmörg ár, síðustu árin með AIS-kerfinu sem er alþjóðlegt auðkenningarkerfi skipa. Kerfið byggist á landstöðvum sem Neyðarlínan rekur. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni, segir að öllum íslenskum skipum sé skylt að vera með slíka móttakara og senda og einnig séu mörg erlend skip sem hingað koma með þannig búnað. Íslenska kerfið er með þeim takmörkunum að það nær almennt ekki nema út í 35-40 sjómílur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásgrímur  að verið sé að reyna að stilla tækin þannig að fram komi aðeins þær upplýsingar sem þörf er á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert