Bein útsending frá heilbrigðisþingi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisþing 2019, um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu, er haldið í dag og hefst kl. 9.00 á Hilton Reykjavík Nordica með ávarpi heilbrigðisráðherra.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá þinginu í meðfylgjandi streymi:

Dagskrá

Staður og stund: Hótel Hilton Reykjavík Nordica, 15. nóvember kl. 8.30 – 16.00
Umræðustjóri: Vilhjálmur Árnason heimspekingur
Fundarstjóri: 
Björg Magnúsdóttir

8.30 Skráning og morgunhressing

9.00 Fundarstjóri Björg Magnúsdóttir

9.05 Opnunarávarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra

9.15 Dr. Göran Hermerén:Prioritysettingchoices and values in healthcare. An importantdebate

9.45 – 10.25 Mannhelgi og virðing fyrir mannlegri reisn
Allir menn eru jafnir og eiga sama rétt til verndar lífs og viðhalds heilbrigðis.

Örerindi fulltrúa notenda: 

Yngri notendur: Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Öryrkjabandalagið: Emil Thoroddsen.
Sjónarhóll: Sigurrós Á. Gunnarsdóttir.

Landsamtök eldri borgara: Þórunn H Sveinbjörnsdóttir.

Geðhjálp: Héðinn Unnsteinsson.

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur: Mannhelgi og virðing fyrir mannlegri reisn.

10.25     KAFFIHLÉ

10.40 – 11.45     Þörf og samstaða
Þeir sem eru í brýnustu þörfinni fyrir heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma skulu ganga fyrir. – Gæta skal að rétti þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu, af hvaða ástæðum sem það er, og geta því ekki sjálfir leitað réttar síns eða varið hann.

Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Áskoranir veitenda í heilbrigðisþjónustu.

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur ásamt Davíð O. Arnar, yfirlækni hjartalækninga á Landspítala: 21. aldar lausnir við langvinnum sjúkdómum: Heilbrigðistækni og fyrirbyggjandi læknisfræði.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri sviðs áhrifaþátta heilbrigðis við embætti landlæknis: Lýðheilsa – mikilvægi heilsulæsis.

Páll Matthíasson, læknir og forstjóri Landspítala: Hvernig gerum við upp á milli ólíkra heilbrigðisþarfa í heimi skorts?

11.50  Umræður og pallborð – stjórnandi Vilhjálmur Árnason.

12.30 – 13.00  HÁDEGISVERÐUR

13.00 – 14.15     Hagkvæmni og skilvirkni
Heilbrigðisþjónustan skal vera markviss, árangursrík og eins hagkvæm og nokkur kostur er.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: Hagkvæmni og forgangsröðun.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Landspítala: Þarfir í sjöunda veldi.

Sunna Snædal, læknir og formaður vísindasiðanefndar: Forgangsröðun í þágu vísinda.

Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða: Hagkvæmni er siðferðileg nauðsyn.

Alma Möller landlæknir: Er minna meira? Hugvekja um sóun í heilbrigðisþjónustu.

14.30     Umræður og pallborð – stjórnandi Vilhjálmur Árnason.

15:10    Samantekt dagsins – Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma Möller landlæknir, Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson.

15.45     Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra slítur heilbrigðisþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert