Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að snúið hafi verið út úr tölvupósti sem hann sendi Aðalsteini Helgasyni, Jóhannesi Stefánssyni og einum öðrum starfsmanni Samherja í tengslum við uppbyggingu á Grænlandi.
„Það stóð aldrei til að blekkja neinn,“ segir Gunnþór Ingvason í samtali við mbl.is.
Hann segir það koma skýrt fram í tölvupóstinum að það sé hvorki Síldarvinnslan né téður Henrik Leth sem hygðust „reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi,“ heldur væru það heimamenn.
Að öðru leyti vildi Gunnþór ekki tjá sig um málið en sagði von á tilkynningu á heimasíðu Síldarvinnslunnar vegna málsins innan tíðar.
Sjá má tölvupóst Gunnþórs í heild sinni á vef Wikileaks.