Ætla að keppa við risana á markaði

Eysteinn Arason ásamt þeim Stefaníu Eysteinsdóttur, Priyönku Thapa og Hansínu …
Eysteinn Arason ásamt þeim Stefaníu Eysteinsdóttur, Priyönku Thapa og Hansínu Jóhannesdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef hugrekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur,“ segir Eysteinn Arason lyfjafræðingur. Hann opnar á næstu dögum nýtt apótek við Efstaleiti 27b, í hverfinu sem er að rísa á RÚV-reitnum við Efstaleiti.

Apótekið hefur fengið nafnið Efstaleitis Apótek og er undirbúningur á lokametrunum. Eysteinn nýtur liðsinnis gamalla samstarfsmanna.

„Við erum stórhuga fólk og ætlum að keppa við þessa stóru risa á markaðinum. Við vorum svo heppin að við fundum húsnæði á góðum stað, við hlið heilsugæslunnar og í miðju þessa nýja hverfis sem þó er inni í rótgrónu hverfi. Hér í kring er margt miðaldra og eldra fólk sem er stærsti kúnnahópur okkar,“ segir Eysteinn í Morgunblaðinu í dag. Hann hefur lengi starfað sem apótekari.

„Ég útskrifaðist úr HÍ árið 1988 og var með Nesapótek á Eiðistorgi í fjögur eða fimm ár. Svo starfaði ég hjá Lyfjum og heilsu í ein 16 ár, þar af 12 ár í Austurveri, þar til ég fékk nóg af því samstarfi í mars. Ég ákvað að taka slaginn sjálfur – ég vildi ekki verða fúll yfir því seinna og naga mig í handarbökin að hafa ekki gert það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka