„Íslenskan er alltaf í hættu“

Karl Ágúst Úlfsson og listafólkið, sem hann „hristir eitthvað saman“ …
Karl Ágúst Úlfsson og listafólkið, sem hann „hristir eitthvað saman“ í Gamla bíói í dag, vilja að íslenskan sé notuð á öllum sviðum þjóðlífsins, þar á meðal á samskiptamiðlunum þar sem enskan vill trana sér fram. Eggert Jóhannesson

„Ja, það er nú kannski full­v­irðulegt að vera að eigna mér þenn­an viðburð,“ seg­ir Karl Ágúst Úlfs­son, leik­stjóri, rit­höf­und­ur, þýðandi, formaður Rit­höf­unda­sam­bands Íslands og um ára­tugi einn ást­sæl­asti gam­an­leik­ari þjóðar­inn­ar, kraf­inn sagna um hlut­verk hans sem stjórn­anda hóps lista­manna sem fram koma á hátíðar­höld­um í Gamla bíói í dag í til­efni Dags ís­lenskr­ar tungu.

Karl Ágúst leik­stýr­ir hópn­um, er raun­ar titlaður list­rænn stjórn­andi hans, en vill sem minnst gera úr hlut­verki sínu. „Já já, ég var nú bara feng­inn svona til að hrista þetta sam­an eitt­hvað,“ seg­ir hann af al­kunnri hóg­værð.

„Við vilj­um að ís­lensk­an sé notuð á öll­um sviðum þjóðlífs­ins, þar á meðal á sam­skiptamiðlun­um sem ungt fólk er mikið með í notk­un, þar er ensk­an svo­lítið ríkj­andi,“ út­skýr­ir Karl Ágúst, en í kynn­ing­ar­bréfi mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins sem snýr að dag­skránni í dag er greint frá því að full­trú­ar ým­issa list­greina muni túlka móður­málið og stöðu þess á tím­um sí­vax­andi áhrifa frá ensku.

Karl seg­ir boðskap flytj­endanna í raun vera þann, að ís­lensk­an sé al­gjör­lega full­gild á þessu sviði sem öll­um öðrum, „bara ef við nenn­um og sinn­um þessu af ein­hverju viti,“ eins og hann orðar það.

Flest­ar góðar, sum­ar frá­bær­ar

„Þetta byrjaði nú allt sam­an þannig að þess­ar in­dælu kon­ur sem eru nú lyk­ilmann­eskj­ur í þessu verk­efni, hún Eva María [Jóns­dótt­ir] hjá Árna­stofn­un og Helga Guðrún John­son frá mennta­málaráðuneyt­inu, kölluðu sam­an sam­ráðshóp, fjölda fólks víðs veg­ar að, en allt mikið áhuga­fólk um ís­lensku og þekkt fyr­ir að beita henni vel og frum­lega,“ seg­ir leik­stjór­inn um aðdrag­anda verk­efn­is­ins í ár, 24. árið sem Dag­ur ís­lenskr­ar tungu er hald­inn hátíðleg­ur.

Sam­ráðshóp­ur­inn lagði öll höfuð í bleyti og eins og við var að bú­ast skaut fjöldi hug­mynda upp koll­in­um. „Flest­ar hug­mynd­ir reynd­ust mjög góðar, sum­ar frá­bær­ar, en ekki all­ar fram­kvæm­an­leg­ar,“ seg­ir Karl og bæt­ir því við að næsti hluti vinn­unn­ar hafi verið að móta þær hug­mynd­ir sem urðu fyr­ir val­inu, skoða hvernig mætti koma þeim á svið og sýna þær fólki.

Á æfingu í Gamla bíói á miðvikudaginn. Í öndvegi situr …
Á æf­ingu í Gamla bíói á miðviku­dag­inn. Í önd­vegi sit­ur list­ræni stjórn­and­inn ábúðarfull­ur á svip. Að baki hon­um, frá vinstri til hægri, eru Eva María Jóns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri frá Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum, Aron Val­ur Gunn­laugs­son, lestr­ar­hest­ur úr Mos­fells­bæ, Jakob Birg­is­son uppist­and­ari, Trausti Dags­son, ann­ar verk­efn­is­stjóri frá Árna­stofn­un, Vil­helm Neto, skemmt­ari og leik­ari, og Helga Guðrún John­son, þriðji verk­efn­is­stjór­inn, en frá mennta­málaráðuneyt­inu í þetta sinnið. Eggert Jó­hann­es­son

Verk­efnið þar á eft­ir hafi svo verið að finna út hvaða aðilar og eft­ir at­vik­um lista­menn þættu kjörn­ir til að sýna tungu­málið, í því ljósi sem ætl­un­in var, og nú þegar upp er staðið verða það Aron Val­ur Gunn­laugs­son, sig­ur­veg­ari Mos­fells­bæj­ar í Stóru upp­lestr­ar­keppni grunn­skól­anna, hljóm­sveit­in Hund­ur í óskil­um, spé­fugl­inn og leik­ar­inn Vil­helm Neto, Jakob Birg­is­son uppist­and­ari, Þuríður Blær leik­kona og tón­listar­fólkið Auður og GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jó­hann­es­dótt­ir eins og hún kall­ast í þjóðskrá.

Verður bara tauga­veiklaður baksviðs

Karl Ágúst seg­ir alla þá, sem leggja munu gjörva hönd á plóg á sviði Gamla bíós í dag, þegar í byrj­un hafa sýnt verk­efn­inu mik­inn áhuga. „Það er eig­in­lega mjög ánægju­legt hvað til dæm­is ung­ir ís­lensk­ir lista­menn og ung­ir ís­lensk­ir áhrifa­vald­ar eru áhuga­sam­ir um ís­lensku. Stund­um kvikna ein­hverj­ar áhyggj­ur af því að ís­lensk­an eigi und­ir högg að sækja, eins og til dæm­is á þess­um sam­skiptamiðlum, en inn á milli er mjög öfl­ug­ur hóp­ur ungs fólks sem not­ar tungu­málið á mjög skemmti­leg­an og skap­andi hátt og hef­ur í raun bara mik­inn áhuga á ís­lensku,“ seg­ir hann.

Þátt­tak­end­urn­ir í dag hafi hvort tveggja komið með eig­in hug­mynd­ir að fram­lög­um eða sam­ráðshóp­ur­inn sett fram ákveðnar ósk­ir sem al­mennt hefðu fallið í kramið. Karl seg­ir ým­issa grasa kenna í þess­ari 25 mín­útna löngu dag­skrá sem sé auðvitað bara hluti af lengri hátíðardag­skrá móður­máls­ins ástkæra. „Þetta er tónlist, talað mál, ljóðal­est­ur, ein­hvers kon­ar uppistand og mynd­skeið á skjá,“ seg­ir list­ræni stjórn­and­inn sem sjálf­ur stíg­ur þó ekki á svið. „Ég held að ég verði bara svona til­tölu­lega tauga­veiklaður baksviðs,“ seg­ir Karl Ágúst og hlær.

Gam­an að vinna með ís­lensku, sama úr hvaða átt

Útil­okað er að sleppa reynslu­bolta af hlaup­vídd Karls Ágústs Úlfs­son­ar án þess að inna hann eft­ir til­finn­ing­um hans í garð þess að hafa haft ís­lenska tungu sem sinn helsta at­geir ára­tug­um sam­an í starfi sínu.

„Ég nátt­úru­lega væri ekki í þess­um bransa nema fyr­ir það að þetta er stórt mál fyr­ir mér. Íslensk­an er al­veg ein­stakt tungu­mál. Ég hef reynd­ar skrifað tölu­vert mikið á ensku líka, en það er bara allt annað mál og kannski ólíku sam­an að jafna með tungu­mál sem ég er ekki al­inn upp við og er ekki mitt móður­mál,“ seg­ir Karl og rifjar upp meist­ara­nám sitt í leik­rit­un og hand­rita­gerð við Ohio-há­skóla í Aþenu í Ohio vest­an­hafs árin 1992 til '94.

„Öll veröldin er leiksvið,“ skrifaði William Shakespeare og mætti ætla …
„Öll ver­öld­in er leik­svið,“ skrifaði William Shakespeare og mætti ætla að hann hafi þar haft Karl Ágúst Úlfs­son í huga sem hef­ur býsna marga fjör­una sopið á fjöl­un­um og kemst, eins og hann seg­ir í þessu spjalli, aldrei langt frá leik­hús­inu. Eggert Jó­hann­es­son

„Íslensk­an er óskap­lega frjótt tungu­mál sem býður upp á enda­lausa mögu­leika – það eru svo mikl­ar óra­vídd­ir sem tungu­málið nær yfir,“ seg­ir leik­stjór­inn og snýr tal­inu að ís­lensk­unni sem leik­hús­máli sem að hans viti sé ein­stak­lega gef­andi. „Það er mjög gam­an að vinna með hana, hvort tveggja sem höf­und­ur og leik­ari, það er eig­in­lega sama hvar maður kem­ur að borðinu,“ seg­ir Karl og tal­ar þar aug­ljós­lega af reynslu.

Tek­ur hann þá und­ir áhyggjuradd­ir um að ís­lensk tunga sé milli steins og sleggju í ein­hvers kon­ar Net­flix- og YouTu­be-holskeflu 21. ald­ar­inn­ar sem nú er gjarn­an stillt upp sem mögu­legri ógn?

„Íslensk­an er alltaf í hættu, auðvitað, þetta er örtungu­mál. Ég er hins veg­ar ekk­ert mjög svart­sýnn, ís­lensk­an hef­ur oft verið í vanda sem er al­veg sam­bæri­leg­ur við þann sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag, þar sem er­lend áhrif eru sterk og ákveðnir hóp­ar hafa til­hneig­ingu til að halla sér að öðrum tungu­mál­um en ís­lensk­unni. En alltaf hef­ur hún nú ein­hvern veg­inn risið úr öskustónni og ég held að ef við höld­um vöku okk­ar og höld­um áfram að rækta ís­lensk­una, rækta til­finn­ingu fyr­ir mál­inu og nota það á öll­um sviðum og á sem fjöl­breytt­ast­an og frum­leg­ast­an hátt þá held ég að hún haldi alltaf velli,“ seg­ir Karl Ágúst Úlfs­son.

Með söng­leik í smíðum ásamt Þor­valdi Bjarna

Karl gegn­ir sem fyrr seg­ir stöðu for­manns Rit­höf­unda­sam­bands Íslands en lítið kem­ur á óvart þegar hann seg­ist auk þess vera með mörg járn í eld­in­um. „Svo er ég að skrifa eitt og annað og ég ein­hvern veg­inn kemst nú aldrei langt frá leik­hús­inu. Ég er akkúrat núna að und­ir­búa leik­stjórn­ar­verk­efni þar sem ég er að fara að leik­stýra mín­um eig­in söng­leik sem ég skrifaði sjálf­ur ásamt Þor­valdi Bjarna Þor­valds­syni og við ætl­um að setja upp í Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ,“ seg­ir Karl Ágúst frá og blaðamanni hlýn­ar að inn­an enda stúd­ent úr skól­an­um fyr­ir rúm­um 25 árum.

„Þetta er mjög metnaðarfullt leik­fé­lag sem starfar í skól­an­um og við ætl­um að láta þetta verða að veru­leika, þenn­an söng­leik sem heit­ir Reimt og við byrjuðum að vinna 2008 og þessu ætl­um við að reyna að koma á fjal­irn­ar í mars á næsta ári,“ seg­ir höf­und­ur­inn vongóður.

Áður en reim­leik­arn­ir hefjast í Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ á út­mánuðum stíg­ur þó hóp­ur Karls Ágústs á svið Gamla bíós í dag og sýn­ir okk­ur inn í óra­vídd­ir móður­máls­ins á Degi ís­lenskr­ar tungu. Við spyrj­um að leiks­lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka