Samlestur á hægvarpi

Al­mannaróm­ur – Miðstöð um mál­tækni – og RÚV standa fyr­ir maraþon­lestri inn í gagna­grunn­inn samrom­ur.is á degi ís­lenskr­ar tungu í hús­næði RÚV í dag og verður lest­ur­inn sýnd­ur í beinni út­send­ingu í hægvarpi RÚV klukk­an 12-16. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Al­menn­ingi gefst því kost­ur á að kíkja í út­varps­húsið og lesa inn valda texta í beinni út­send­ingu. Á vefsvæðinu samrom­ur.is er hægt að lesa inn sýn­is­horn, eða radd­sýni, í þágu hug­búnaðarþró­un­ar á mál­tækni fyr­ir ís­lensku hvenær sem er.

Síðdeg­is bjóða Al­mannaróm­ur, RÚV, Miðeind, Icelandic Startups, Ný­sköp­un­ar­miðstöð, SÍM og Crow­berry Capital til ný­skap­andi ís­lensku­hátíðar í Iðnó og hefst hún klukk­an 17:30.

„Ný­skap­andi mál hefst á því að Jón Guðna­son, dós­ent við verk­fræðideild HR, af­hend­ir Rögnu Árna­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra Alþing­is, gervi­greind­an tal­greini sem skrá­ir ræður alþing­is­manna sjálf­krafa. Í er­ind­inu „Öll vel­kom­in“ mun Ant­on Karl Inga­son, lektor í ís­lenskri mál­fræði og mál­tækni við HÍ, fjalla um til­lit­sama mál­fars­ráðgjöf fyr­ir fjöl­breytta viðskipta­vini. Helga Val­fells, fram­kvæmda­stjóri Crow­berry Capital, lýs­ir mik­il­væg­ustu þátt­un­um við upp­bygg­ingu sprota­fyr­ir­tæk­is í mál­tækni, frá sjón­ar­miði fjár­festa. Skáldið Gerður Krist­ný brýn­ir gesti og for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, aðstoðar þau Vil­hjálm Þor­steins­son og Kötlu Ásgeirs­dótt­ur frá Miðeind við opn­un Emblu, fyrsta ís­lenska radd-apps­ins.

Reykja­vík­ur­dæt­ur og Ásta Pét­urs­dótt­ir slá svo botn­inn í dag­skrána með kraft­mikl­um tón­leik­um á kjarnyrtri ís­lensku og verða tón­leik­arn­ir í beinni út­send­ingu á Rás 2,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert