Norska lögreglan rannsakar væntanlega málið

Svein Harald Øygard telur að Samherjamálið eigi eftir að skaða …
Svein Harald Øygard telur að Samherjamálið eigi eftir að skaða orðspor íslenskra fyrirtækja. mbl.is/Golli

Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri á Íslandi, telur víst að norsk lögregluyfirvöld rannsaki Samherjamálið. Hann óttast að íslenskir fjárfestar muni eiga erfiðara um vik vegna þess orðsporshnekkis sem málið hefur á Ísland og íslenskt viðskiptalíf. Svein Harald Øygard var gestur í Silfrinu í Sjónvarpinu.

Sagðist Øygard nokkuð viss um að norski bankinn DNB muni rannsaka málið til hlítar sem og efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar. Í þeirri rannsókn verði færslur á reikningum Samherja hjá norska bankanum raktar og kannað hvort einhver skuggastarfsemi hafi verið á Kýpur þar sem félög Samherja voru skráð.

Øygard segist óttast að málið hafi víðtækari áhrif á íslenskt viðskiptalíf. Það skaði orðspor Íslands, kunni að hafa áhrif á aðgengi íslenskra fjárfesta á heimsmarkaði og draga úr erlendum fjárfestingum á Íslandi. „Það er mjög mikilvægt fyrir Ísland að taka til, taka forystu í þessu og þess vegna væru samhæfðar aðgerir mjög til bóta,“ segir Øygard.

Frétt RÚV um viðtalið við Øygard en Egill Helgason þáttastjórnandi boðaði lengra viðtali við Øygard að viku liðinni 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert