Landlæknir leggst gegn lyfjasölu í verslunum

Embætti landlæknis leggst gegn breytingum á lyfjalögum sem lagt er …
Embætti landlæknis leggst gegn breytingum á lyfjalögum sem lagt er til að gerðar verði samkvæmt frumvarpi þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd af vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Embætti landlæknis leggst gegn breytingum á lyfjalögum sem lagt er til að gerðar verði samkvæmt frumvarpi þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Embættið gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um að veita Lyfjastofnun heimild til að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun og mælir gegn því að frumvarpið verði að lögum.

Frumvarpið var áður flutt á síðasta þingi og er nú lagt fram óbreytt af Unni Brá Konráðsdóttur, Óla Birni Kárasyni og Bryndísi Haraldsdóttur. Flutningsmenn telja brýnt að auka frelsi í sölu lausasölulyfja og breyta lögum í því skyni að heimila sölu lausasölulyfja í almennum verslunum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að 2017 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun um lyfjastefnu til 2022. Eitt meginmarkmiða stefnunnar hafi verið að tryggja aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfjum.

Ekki leitt til ofnotkunar lyfja

„Ísland stendur mörgum Evrópuríkjum að baki hvað varðar sölu á lausasölulyfjum í almennum verslunum, en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er slík sala heimil. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf.

Þetta fyrirkomulag hefur ekki leitt til ofnotkunar lyfja eða haft slæm áhrif á lýðheilsu og tilkynntar eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð var sala lausasölulyfja utan apóteka heimiluð með lögum 2009 og tölur sýna að sala lausasölulyfja stóð í stað til ársins 2013. Af Norðurlöndunum banna aðeins Ísland og Finnland sölu lausasölulyfja í almennum verslunum,“ segir í greinargerðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert