Bankar skoða Samherja

Viðskipti Samherja við innlenda banka verða skoðuð í að minnsta …
Viðskipti Samherja við innlenda banka verða skoðuð í að minnsta kosti einum af stærstu bönkum landsins. Annar mun ræða málið í dag.

Í kjöl­far þess að sagt hef­ur verið frá hugs­an­leg­um brot­um í rekstri Sam­herja í Namib­íu og tengd­um fjár­mála­gern­ing­um hef­ur stjórn Ari­on banka ákveðið að fara fram á að viðskipti bank­ans og fyr­ir­tæk­is­ins verði skoðuð ít­ar­lega, að sögn Brynj­ólfs Bjarna­son­ar, stjórn­ar­for­manns bank­ans.

Er ákvörðun stjórn­ar Ari­on banka í takt við ákvörðun stjórn­ar DNB-bank­ans í Nor­egi síðastliðinn föstu­dag vegna aðkomu norska bank­ans að milli­færsl­um fé­lags­ins Cape Cod FS, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Ræða málið í dag

Stjórn Íslands­banka mun lík­lega ræða mál út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins í dag. Lands­bank­inn seg­ist ekki tjá sig um ein­staka viðskipta­vini.

Ekki er vitað hversu mikið af viðskipt­um inn­lendra fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyr­ir­tæk­is­ins nær til er­lendr­ar starf­semi Sam­herja eða starf­semi þess í Namib­íu.

Björgólf­ur Jó­hanns­son, sem tekið hef­ur við stöðu for­stjóra Sam­herja í kjöl­far þess að Þor­steinn Már Bald­vins­son vék til hliðar, seg­ir fyr­ir­tækið reiðubúið til þess að veita all­ar þær upp­lýs­ing­ar sem kost­ur er á til þess að upp­lýsa mál fyr­ir­tæk­is­ins. „Við höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert